Jæja þá er allt á fullu í undirbúningi fyrir ferðalagið, "bara" 47 dagar til stefnu=)
Búin að kaupa extra ferðatryggingu, láta bólusetja mig, panta flug og gistingu í Stokkhólmi daginn fyrir brottför (það var ekkert flug á laugardeginum), kaupa mér gönguskó og regngalla (takk fyrir afmælisgjöfina family), á í rauninni bara eftir að kaupa gjaldeyri.
Helgin var æðisleg, hitti stelpurnar mínar Caroline og Jessica, við byrjuðum í Växjö á föstudaginn og fórum í krabbaveislu/kräftskiva með familjen Englund. Fórum svo í spa í Ronneby og komum svo hingað heim til mín og elduðum saman áður en við skelltum okkur út á lífið.
Við ætlum að vera með ferðadagbók eins og þegar við vorum í Ástralíu, verðum líklega með sama nafn (ég man ekki hvað það var en Jessica kann það) bara svona ef þið viljið fylgjast með ferðinni okkar.
kram
Monday, September 28, 2009
Friday, September 18, 2009
GALAPAGOS, GALAPAGOS, GALAPAGOS, GALAPAGOS, GALAPAGOS.....
Nei vildi bara segja ykkur að við förum þangað =) Þeir hringdu frá fyrirtækinu í dag og VIÐ KOMUMST MEÐ.
Ég er svo glöð, brosið nær allan hringinn og gott betur.
Ætla út og hlaupa einn hring, aðeins að reyna að ná mér niður, get ekki gert vinnufélögunum það að koma jafn speeduð og ég er núna á næturvaktina eða get ég það.....
GALAPAGOS HERE WE COME
Nei vildi bara segja ykkur að við förum þangað =) Þeir hringdu frá fyrirtækinu í dag og VIÐ KOMUMST MEÐ.
Ég er svo glöð, brosið nær allan hringinn og gott betur.
Ætla út og hlaupa einn hring, aðeins að reyna að ná mér niður, get ekki gert vinnufélögunum það að koma jafn speeduð og ég er núna á næturvaktina eða get ég það.....
GALAPAGOS HERE WE COME
Wednesday, September 09, 2009
JEIIIIIIIIII
Við tókum last minute ákvörðun og ákáðum að skella okkur til Galapagos =) það er dýrt að fara þangað, sama hvenær maður gerir það!!
Ég hringdi í fyrirtækið í morgun og þeir ætla að bóka ferðina fyrir okkur, eins gott að þeim takist það því við erum búnar að borga. Og ég get ekki hætt að brosa.
Þetta þýðir að við förum 14. nóv og komum síðan heim 20. jan. Ferðin lengist um tæpa viku. 9 vikur á ferðalagi ahhhh hvað ég hlakka til.
Við verðum líklegast með ferðadagbók á netinu til þess að leyfa öllum að fylgast með ferðalaginu, eitthvað svipað og þegar við vorum í Ástralíu=)
Eins gott að þið hittið mig ekki í augnablikinu, ég get ekki þurrkað glottið af andlitinu á mér, enda engin ástæða til þess, ég er svo hamingjusöm.
kram
Við tókum last minute ákvörðun og ákáðum að skella okkur til Galapagos =) það er dýrt að fara þangað, sama hvenær maður gerir það!!
Ég hringdi í fyrirtækið í morgun og þeir ætla að bóka ferðina fyrir okkur, eins gott að þeim takist það því við erum búnar að borga. Og ég get ekki hætt að brosa.
Þetta þýðir að við förum 14. nóv og komum síðan heim 20. jan. Ferðin lengist um tæpa viku. 9 vikur á ferðalagi ahhhh hvað ég hlakka til.
Við verðum líklegast með ferðadagbók á netinu til þess að leyfa öllum að fylgast með ferðalaginu, eitthvað svipað og þegar við vorum í Ástralíu=)
Eins gott að þið hittið mig ekki í augnablikinu, ég get ekki þurrkað glottið af andlitinu á mér, enda engin ástæða til þess, ég er svo hamingjusöm.
kram
Monday, September 07, 2009
Fór í siglingu um helgina, vinur minn á 40 feta seglbát. Við vorum 6 og sigldum til Karön fyrir utan Ronneby. Ég var pínu sjóveik á leiðinni þangað, frekar mikill öldugangur, á leiðinni heim í gær var svo fullkomið veður til að sigla, ég hafði reyndar tekið sjóveikitöflu og veit ekki hvort ég hefði orðið sjóveik ef ég hefði ekki tekið hana en af hverju að taka sénsinn. Þó svo að þetta hafi verið stutt sigling var engu að síður öldugangur í höfðinu á mér í gær. Ég hlýt að vera hænuhaus þegar það kemur að sjó, ég þarf ekki nema hálftíma á sjónum og er með öldugang í höfðinu í marga klukkutíma á eftir.
Var að klára að borga s-ameríku ferðina í morgun, nú er ekki aftur snúið=) var í sambandi við fyrirtækið í síðustu viku og við erum 35 sem erum búin að skrá okkur í ferðina=)
puss o kram
Var að klára að borga s-ameríku ferðina í morgun, nú er ekki aftur snúið=) var í sambandi við fyrirtækið í síðustu viku og við erum 35 sem erum búin að skrá okkur í ferðina=)
puss o kram
Subscribe to:
Posts (Atom)