10 dagar í að ævintýrið byrji og vitiði hvað? Ég er ekki alveg að fatta að það sé að koma að þessu, ælti það gerist ekki bara í flugvélinni. Þegar ég byrjaði að telja niður voru 55 dagar í brottför og núna er þetta allt að gerast. Á bara eftir að vinna 6 vaktir og ein þeirra er í nótt.
Þó svo að mitt ævintýri sé ekki byrjað, byrjaði það í gærkvöldi hjá "litla" frænda mínum, Magnús Þór er orðinn pabbi, hann og Rakel eignuðust litla prinsessu.
kram
3 comments:
Finnst svo langt síðan þið byrjuðu að plana ferðina og púff nú er bara allt að gerast. Þetta verður náttúrulega bara gaman.
kv
Rúna og co
Jæja, það er komið að því! Mér finnst stutt síðan þú varst að skoða hugmyndir, hætta við Galapagos, svo kom það inn aftur o.s.frv. Í öllu falli, góða ferð og njóttu ferðarinnar, þú ferð líklega ekki aðra í þessum dúr aftur. Við ætlum að fylgjast með á netinu eins og mögulegt verður.
Gamli
7 dagar hjá þér í S-Ameríku og 20 hjá mér í N-Ameríku. Við verðum þá svo stutt á milli en þó svo langt, en þó bæði fyrir vestan. Vona að þið skemmtið ykkur vel, ég á allavega eftir að skemmta mér vel í landi vesturheimskunnar.
Kveðja
Maggi
Post a Comment