Þá er maður orðinn skólastelpa aftur=) Byrja á mánudaginn að læra um að svæfa börn við háskólann í Lundi, júbb maður er bara eins og viss Georg Bjarnfreðarson, lærir við námssetrið í Lundi. Efast nú samt að ég ætli að næla mér í 5 háskólagráður, læt mér nægja þennan kúrs, í bili allavega. Kúrsinn er 5 vikur þannig að ég vinn nær eingöngu um helgar næstu 5 vikurnar, tek reyndar mínar vaktir ef ég þarf ekki að mæta í skólann, annars fer helgin í það að redda vöktunum mínum, sækja um námsstyrk og frí þá daga sem ég þarf að redda.
Búin að panta nokkrar bækur, ætla í bókabúðina og ath hvort aðalbókin sé til þar og svo að kaupa nýja tölvu. Æjæj að komast inn í skólann, þá verð ég að drífa í að kaupa tölvu;-)
Næturvaktahelgi sem bíður
kram
1 comment:
Frábært
Vona að nýja tölvan virki
Kveðja
Maggi
Post a Comment