Wednesday, February 10, 2010

Garg hvað tölvan mín er leiðinleg, hugsa að það sé kominn tími á að kaupa nýja. Hún er seig, hægfara, frýs, þreytt á morgnana (eins og eigandinn reyndar). Get ekki sagt að hún sé gömul, keypti hana 2004 (er kannski gamalt í tölvuárum).
Var með smá fyrirlestur og myndasýningu í vinnunni í morgun frá ferðinni minni og það tók 35 mín áður en við fengum í gang tölvuna mína og skjávarpann, sem þýddi að ég hafði 25 mín til að sýna smá slideshow og tala hratt, ekki hægt að stoppa og útskýra neitt. Bara að babbla og láta myndirnar segja sitt.
Ef þið getið mælt með alvöru tölvu tek ég þakklát á móti ábendingum.

kram

2 comments:

Anonymous said...

Ég get nú ekki mælt með neinni sérstakri en sumir sem ég þekki tala bara um makka og þeir sem hafa skipt yfir í makka eru enn að spá afhverju þeir fengu sér ekki makka fyrr.

kv
Rúna

Anonymous said...

Hef heyrt þetta líka

Kveðj
Maggi