Thursday, March 04, 2010

Er í eyðslustuði....
Bókaði áðan ferð til Barcelona. Ég og Maggi ætlum að skella okkur til Barcelona 1-4.júní, skoða okkur um, borða góðan mat, drekka gott vín (ég allavegana) og reyna að tala spænsku. Ég ætla nefnilega að fara að byrja að læra spænsku og lít á þessa spánarferð okkar sem fullkomið tækifæri til að prófa það sem ég hef lært-ekki satt. Eftir Barcelona ætlum við að hitta Helgu Dís á Kastrup og fara öll saman til Gautaborgar því við eigum miða á Green day tónleika 5.júní, ég hlakka ekkert smá til. Þetta verður engin smá skemmtileg byrjun á góðu sumri eða hvað haldið þið?

3 comments:

Anonymous said...

Lýst ágætlega á þetta. Svo er bara spurning hvert verður farið næst

Kveðja
Maggi

Anonymous said...

Það er ekkert annað ! Kerfishrunið hefur greinilega ekki áhrfi á ykkur og það er gott, því þetta varðar fólk sem hefur fasta atvinnu og skipuleggur sig fyrirfram.
Annars allt gott, góða ferð og skemmtun á þessum uppákomum, við sjáumst um páska, ef "planið" hefur ekki breyst.

kveðja, Gamli

Anonymous said...

Þetta verður bara gaman hjá ykkur. Væri sko meira en lítið til í að vera með ykkur en mín bíða Akranesleikarnir miklu þessa sömu helgi þannig að ég mun skemmmta mér að hvetja frumburðinn áfram í lauginni á meðan þið syngjið ykkur hás á Green day eftir allt rauðvínssukkið í Barcelona.

kv
Rúna