NÝJA FÍNA HJÓLIÐ MITT
Hvernig líst ykkur á gripinn, sést á því hvað ég á eftir að hjóla hratt eða hvað....
Þurfti að taka afturdekkið af til að koma því inn í bílinn minn og þarf aðeins aðstoð við að fá það til að sitja rétt en Josefin ætlar að kíkja til mín í kvöld og redda því. Keypti hjólaskó í leiðinni og fékk pedalana í kaupbæti. Haldiði ekki að ég hafi verið svo heppin að fá einmitt annað fínt par af glitrandi ballerínuskóm fyrir pedalapeningana=) Maggi I'm gonna outshine you in Barcelonas nightlife....
Í dag er spin of hope 12 klst spinning til styrktar barncancerfonden. Við vorum 12 í vinnunni sem vorum búin að setja saman hjólateymi en ein er lasin þannig að yourstruly bauðst til þess að spinna x2.
Komin með próf í svæfingum barna frá háskólanum í Lundi, kúrsnum lauk síðasta fimmtudag með prófi sem I passed with flying colors=)
Mamma, Rúna (my twister) og Jónas Sigurður voru hjá mér í nokkra daga, ekkert smá notalegt. Þó ég hafi ekki hitt drenginn síðan hann var 6 mánaða var hann fljótur að læra að Anna Dóra er best. Við dönsuðum við uppáhaldslögin mín I gotta feeling og Sexy bitch og ég get lofað ykkur að það er taktur í drengnum.
Best að gera mig ready fyrir fyrstu spinningátökin, fyrri tíminn verður spinnað við rokktónlist og seinna tímann verður spinnað við topplistann. Fæ reyndar klst pásu milli tímanna þannig að no worries ég á ekki eftir að ofreyna mig.
kram
4 comments:
Hjólið er mjög flott, ég sé þig bara þjóta framhjá mér :o)
Takk fyrir frábæra daga um daginn, þetta var æðislegt. Mikið sofið (af sumum, nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn í nafninu er MAMMA) og enn meira hlegið.
Hlökkum mikið til að hitta þig eftir 5 daga, sérstaklega Halldór og Hermann.
kv
Twister
Flott hjól, en tilhvers að hjóla þegar maður getur ekið?
Annars gott að þú ert komin með dansskóg. Mér finnst svo gott að vera við barinn.
Kveðja
Maggi
Flott hjól, en tilhvers að hjóla þegar maður getur ekið?
Annars gott að þú ert komin með dansskóg. Mér finnst svo gott að vera við barinn.
Kveðja
Maggi
Þú verður bara að fá að prófa gripinn í júní Maggi, sérð hvað maður kemst hratt yfir á svona hjóli.
Auðvitað verður maður að dansa Maggi, ekki hægt að standa við barinn allt kvöldið.
Post a Comment