Er byrjuð að læra spænsku, keypti cd/bók þannig að ég hlusta er með bókina fyrir framan mig og endurtek ekkert smá gaman. Eitthvað varð jú að taka við þegar barnakúrsinn var búinn. Á ferðalaginu náði maður alltaf fleiri og fleiri orðum og ég ákvað að ég vildi læra tungumálið og þar sem ég vinn á öllum tímum sólarhringsins ákvað ég að kenna mér það sjálf=)
Fór út að hjóla í 3 klst í gær á nýja hjólinu, brekkurnar voru minnsta mál. Byrjuð að ná því hvernig gírarnir virka. Gekk barasta mjög vel, plataði meira að segja Hrafnhildi með mér í smá tíma. Fylgi áætlun sem ég fékk hjá einkaþjálfaranum mínum. Coolt að segja my pt eller hur?
Bara aðeins að láta ykkur vita af mér
kram
3 comments:
Á ekkert að segja frá byltunni hehehe
Flott hjá þér að fylgja prógramminu fru Stella
kv
Rúna
Hahaha ok, datt fyrir utan heima hjá mér, var ekki búin að losa báða fæturnar eins og ég hélt, sem betur fer var ég næstum stopp þannig að ég slapp með nokkra marbletti =)
Flækjufótur
Kveðja
Maggi
Post a Comment