Fór út að hjóla á nýja hjólinu áðan. Gekk barasta ágætlega, ég datt allavega ekki og það er jú alltaf góðs viti. Var reyndar bara úti í 30 mín en hugsa að það sé ágætt að byrja rólega og læra á hjólið. Hef aldrei áður hjólað á hjóli með hrútastýri, hvað þá hjóli sem er með gírana í bremsunum. Og eigum við að ræða hvað hnakkurinn er óþægilegur, var ekki í hjólabuxunum- hefði betur gert það held ég.
Styttist í að ég hjóli halvvättern, 13 júní, 150 km. Er komin með einkaþjálfara sem ætlar að hjálpa mér að æfa og borða rétt fyrir þetta. Eftir 120 km hjólatúrinn í fyrra var ég svöng í 4 daga, ekki gott, var þá að brenna vöðvum ekki fitu eins og maður á að gera.
Er að bíða eftir matar og æfingaáætlun frá henni, hlakka svo til að sjá það, fæ það í seinasta lagi á morgun.
kram
5 comments:
Var búin að kommenta hér í gær þannig sorrý ef það birtist aftur.
En bara með því að horfa á hnakkinn á hjólinu þínu sér maður hversu óþægilegur hann er.
Gangi þér samt vel í öllum hjólaferðunum fram að keppni.
kv
Rúna
Ég er samt ekki að fara að borða eitthvað heilsufæði meðan ég verð úti í júní. Að ég tali nú ekki um á Spáni
Kveðja
Maggi
Maggi, Anna Dóra á bara eftir að hafa salat í matinn á meðan þú ert í heimsókn, just for you my friend :o)
Þú færð kannski að ráða sjálfur hvað þú pantar þér í Barcelona, en ég er ekki viss :o)
Þú manst þetta Anna Dóra, Maggi er búinn að óska eftir grænmetisfæði þegar hann kemur til þín í sumar.
kv
Rúna
Maggi meinarðu að ég þurfi að elda tvöfalt, grænmetis/heilsufæði fyrir þig og eitthvað annað fyrir mig?
Doris
Já ákkúrat, er hættur að borða kjöt
Kveðja
Maggi
Post a Comment