Ahhhh núna þurfið þið að krossa fingur með mér.....
Lagði inn umsókn um starfsleyfi í dag 6 vikur frá því að ég kem heim frá Florida og þar til um miðjan desember. Kæmi heim fyrir jól, nema Katla vakni og haldi flugumferðinni í heljargreipum eins og Eyjafjallajökull hefur gert hingað til.
Styttist í Barcelonaferð okkar systkinanna, ég og Maggi doing Barcelona, borða gott, drekka gott og ætli við gætum ekki komið eins og einni eða tveim skoðunarferðum við á milli bara auðvitað. Síðan taka tónleikar með Green day í Gautaborg við og Helga Dís komin í hópinn.
Halvvättern verður síðan hjólaður 13. júní, hjólaði 89 km í gær og það gekk svona líka glimrandi vel, er eiginlega farin að hlakka til að ljúka þessu af.
kram
2 comments:
Get ekki beðið eftir að komast út. Krossa fingur að Eyji og Katla haldi kyrru fyrir þar til síðar.
Kveðja
Maggi
Á meðan þið skemmtið ykkur á Green day þá mun ég skemmta mér við það að sinna fullt að sundmönnum á Skagaleikunum, hmmmm hvort ætli verði skemmtilegra :o)
kv
Rúna
Post a Comment