Saturday, May 15, 2010

Já komiði sæl og blessuð
Er komin með ansi slæma ferðabakteríu. Er mikið að spá í að skella mér til útlanda og vinna, við hvað i dont care, jafnvel að kenna ensku. Er að spá í spænskutalandi landi og reyna að læra meiri spænsku, geta notað spænskuna af viti í einhvern tíma svo hún festist, hvað segið þið um það. Segi eins og ég sagði við foreldra mína þið hafið nú ekki mikið um það að segja.
Skoðaði þessa heimasíðu áðan og bað þau um að senda mér bækling í tölvupósti. Ætla síðan að kíkja á þetta í rólegheitum og taka ákvörðun. Gerist nú líklega ekki fyrir nóvember, of mikið að gera hjá mér fram að því og fyrir utan að ég fengi ekki frí frá vinnunni í sumar. Finnst ykkur þetta ekki hljóma spennandi?
Í dag á nafni minn afmæli 8 ára, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, í gær voru liðin 7 ár frá því að ég flutti til Karlskrona, orðnir ansi langir 6 mánuðir eða hvað?
Spurning um að koma sér í háttinn og hætta þessu tölvuveseni
kram

3 comments:

Anonymous said...

Skil ekkert hvernig dagatal/tímatal þú notar 6 mánuðir eru allt í einu 7 ár múhahaha

Nafni þinn er súpersæll með að verða orðinn 8 ára gamall, maður er sko algjör töffari :o)

kv
Spóarnir

Anonymous said...

Eigum við ekki bara að byrja á Spáni og sjá til hvernig gegnur með spænskuna, sjá svo til með framhaldið

Kveðja
Maggi

Anonymous said...

Já Rúna, þetta dagatal mitt er eitthvað ekki alveg að gera sig.

Maggi mig er búið að langa svo lengi að prófa eitthvað nýtt, loksins búin að finna eitthvað og ég hugsa að ég láti verða af þessu. Bíð spennt eftir að fá bæklinginn.
kramisar