Monday, July 12, 2010

Lífið er ljúft. Búið að vera hitabylgja hér síðustu vikuna, hitinn um 30° bara yndislegt. Var á næturvöktum um helgina. Erfitt að sofa á daginn vegna hitans. Eina ráðið er að skella sér á ströndina og henda sér í sjóinn og kæla sig og þorna svo í sólinni (og sofa pínu í leiðinni). Ákvað reyndar að hvíla húðina aðeins í dag. Tók powerwalk, labbaði 10,5 km, svitnaði eins og bréfberi. Er að reyna að hafa aðeins fjölbreytni í æfingunum. Skellti mér í ræktina í gær nefnilega.

Sumarfríið mitt byrjar í næstu viku. Ég og Jessica ætlum að hitta Lindu vinkonu okkar á Gotlandi nokkra daga. Síðan ætla ég að skella mér til Trelleborg og vinna í 8 daga áður en sumarfríinu mínu lýkur. Verður ábyggilega gaman og þar fyrir utan borgar þetta ferðina til Perú =)
Síðan verður alvöru sumarfrí tekið í október þegar ég fer með la familja til Orlando áður en ég fer til Perú.

kveðja úr hitanum

1 comment:

Anonymous said...

Sael elsku fraenka!
thú ert alltaf velkomin upp til okkar i Varberg.

kvedja Óli littli