Sunday, August 08, 2010

Komin heim frá Trelleborg, ja reyndar verið heima í nokkra daga. Vann 93 klst á þessum 9 dögum, ætti að gefa nokkrar aukakrónur í ferðalagasjóðinn ekki satt.
Annars er ég að leita að stuðningi núna, gerði samning við Rúnu systir í gær. Við erum komnar í nammibindindi 1,2 og 3 japp ætlum að berjast saman við the sugarmonster. Settum lokadagsetningu á afmælisdaginn okkar hljómar vel ekki satt. Ég borða "rétt" held ég allavega og ég hreyfi mig, það er bara þetta fjandans sugarmonster sem stendur milli mín og þessarra síðustu kg sem ég vil losna við.
Dagur 1 er byrjaður og ennþá í lagi, sjáum hvað gerist á morgun......

6 comments:

Anonymous said...

Hef trú á ykkur þar til við förum í loftið í október. Það gæti eitthvað svaðalegt gerst þá. Held þið ættuð frekar að setja þá dagsetningu

Kveðja
Maggi bróðir

Anonymous said...

Hver segir að maður þurfi nammi í flugi.....
Doris

Anonymous said...

Ég er ekki bara að tala um flug, það er flugvöllur, stórar búðir í USA og o.s.frv.

Kveðja
Maggi bróðir

Anonymous said...

Maggi minn 2 dagar til eða frá skipta kannski ekki öllu máli, við förum jú út 19, lendum seint um kvöld þannig að það er bara að halda rétt á spöðunum þann 20 og svo verður sko hrikaleg afmælisveisla þann 21.

Anna Dóra gerir þú þér grein fyrir því að við höfum ekki verið saman á afmælisdaginn okkar síðan þú fluttur út, þ.e síðustu 7 ár, pældu í því :o)

kv
Rúna

Anonymous said...

En pældu í því Rúna að þegar það svo loksins gerist þá er það í Orlando

Kveðja
Maggi

Anonymous said...

Ekki verra að halda upp á afmælið sitt í fyrsta sinn í sól og hita, allavega í mínu tilviki :o)

kv
Rúna