Thursday, August 12, 2010

Nammibindindið gengur barasta vel, ekki fallið ennþá. Verið nálægt því nokkrum sinnum, veit að löngunin í nammi er mest fyrstu dagana, er á degi 5 núna, 5 dagar í viðbót og þá ætti ég að vera laus við mestu sykurlöngunina- vona ég....

Er loksins búin að skrá mig í Glasrikesresan hjólakeppnina, ætla aftur að hjóla 120 km, finnst 220 aðeins of langt. Lofaði jú að ég myndi mæta í ár á nýja fína hjólinu mínu. Hugsa að ég skelli mér út að hjóla ídag í sólinni, verð jú að byrja að hjóla keppnin er 28. ágúst og ég hef ekki sest á hjólið síðan halvvättern fyrir 2 mánuðum.

Josefin er að reyna að plata mig til að taka þátt í miniþríþraut á næsta ári. Þá syndir maður 300 m (ég get það), hjólar 20 km (ég get það) og hleypur að lokum 5 km (ég get það) það er bara gera þetta hvað eftir annað sem er málið. Kannski eitthvað sem maður ætti að prófa?

Út að hjóla......

2 comments:

Anonymous said...

Er líka búin að vera ansi nálægt falli stundum en þá kemur upp keppnin í manni :o)

Þú tekur nú þessa miniþríþraut í nefið

kv
Rúna

Anonymous said...

Hvernig væri bara að skella sér í þetta allt saman. Þríþrautina, langa hjólatúrinn og svo langa nammibindindið.

KOMA SVO

Kveðja
Maggi