Sunday, August 29, 2010






Hjólakeppninni er lokið, við hjóluðum í gær. Gekk ótrúlega vel. Ég stefndi reyndar á að hjóla á 5:30 sem gekk ekki alveg eftir, hjólaði á 5:42, síðustu 10 km voru erfiðastir, mér fannst ég ekki komast áfram. Meðalhraðinn minn var 22,4 km/h sem er allt í lagi, núna er bara að reyna að bæta tæknina og gera enn betur næst ekki satt. Josefin hetjan mín hjólaði á 4:51 og lenti í 3ja sæti af konum sem hjóluðu 120 km. Á myndunum erum við hressar áður en við leggjum í hann, ég að koma í mark (gjörsamlega búin á því) og svo Josefin með verðlaunin sín.
Fór á nv í gærkvöldi sem betur fer var rólegt. Er búin að sofa vel og líkaminn virðist vera búinn að ná sér að mestu (fer reyndar ekki ennþá á klóið að óþörfu) Ætla núna út að labba núna held ekki að það sé gott fyrir líkamann að hvíla of mikið eftir svona. Svo heldur maður áfram að æfa á fullu síðar í vikunni.
kramisar

4 comments:

Anonymous said...

Ótrúlega flott hjá þér mín kæra.

kv
Rúna og co

Anonymous said...

Já tek undir með Rúnu, mér finnst þetta nú góður árangur.

Kveðja
Maggi

Anonymous said...

Flott, sannkallaður "orkubolti". Styttist í Florida

Gamli

Anonymous said...

Fatta nú ekki hvernig madur nennir ad vera á hjóli i fimm klukkustundir....enn samt sem ádur flott hjá ther freanka!

Á sunnudaginn er "barnaafmaeli" 14-16, ef thú vill vera med thar thá bara kemur thú, sidan verdur kvöldmatur um fim-sex-sjöleytid vid sjáum til hvernig thad hentar. Láttu heyra i thér! 0709699899

/Óli littli