Friday, September 24, 2010

Lítill fugl hvíslaði að mér að móðir minni finnist ég ekki blogga nógu oft....

Get reynt að bæta mig en ef ég hef ekkert að segja hvað á ég þá að skrifa? Get reyndar sagt ykkur frá því að þessa vikuna og næstu er ég á námskeiði í diving medicine. Þessi vika fjallaði um köfun og læknisfræði tengda köfun, næstu viku verður meira fjallað um súrefniskút og meðferðir í súrefniskút.
Þetta er námskeið fyrir lækna sem vilja bæta við sig þessu, og geta unnið í súrefniskút og meta hvort fólk megi kafa. Hjúkrunarfræðingar sem vinna í súrefniskút (eins og ég) eru einnig velkomnir að taka þátt, þó svo að við fáum ekki sömu réttindi. Þetta er mjög áhugavert námskeið, við gerðum tilraunir með að halda andanum, fékk að sjá hljóðhimnuna mína þegar ég þrýstijafnaði (frekar flott) og svo prófuðum við að sitja í kútnum niður á 50 m, það er alltaf jafn gaman. Við köfuðum, reyndar bara niður á 2 metra, en það er alltaf gaman að kafa. Þetta er útilaug sem við köfuðum í, vatnið var 14° og var reyndar ekki jafn kalt og ég hélt, reyndar voru hendurnar á mér eins og íspinnar eftir köfunina en ekkert sem heitur kaffibolli gat ekki bjargað;-)
Góða helgi

Tuesday, September 07, 2010

Var í Gautaborg um helgina, hitti 25 aðra glaða pinkare. Ekkert smá gaman að hitta aftur fólk sem var með mér í S-Ameríku ferðinni. Við djömmuðum á föstudag, fórum í Liseberg í 5-kamp á laugardag og svo nema hvað partý um kvöldið í sönnum pink-anda. Enduðum svo helgina með því að fá okkur brunch á Ritz hótelinu. Ég byrjaði reyndar helgina á fimmtudeginum með afterwork. Það er orðið langt síðan ég tók 3ja daga djammhelgi, verð líklega að viðurkenna að ég þó svo að ég sé ung í anda þá er líkaminn ekki jafn ungur. Ég er EKKI 20 ára lengur.

Nýtti helgina einnig til að hitta frændur mína. Einar Valur þessi engill reddaði mér íbúð að sofa í og svo lánaði hann mér kort í sporvagninn, þannig að ég hafði það svo súpergott. Því miður varð það bara stutt spjall yfir kaffibolla áður en ég keyrði heim. Kom þá við hjá Óla og Lindu og fékk súpergóðan kvöldmat, þau eru snillingar í eldhúsinu. Var gjörsamlega það besta sem ég hef borðað síðastliðinn mánuð.

En núna tekur hversdagsleikinn við, er að læra fyrir næsta leiðbeinandanámskeið. Er orðinn leiðbeinandi í endurlífgun í vinnunni og er að fara að bæta við að verða leiðbeinandi í endurlífgun barna. Kenni svo skurðhjúkkunum og sjúkraliðunum í vinnunni, gaman að takast á við eitthvað nýtt.