Lítill fugl hvíslaði að mér að móðir minni finnist ég ekki blogga nógu oft....
Get reynt að bæta mig en ef ég hef ekkert að segja hvað á ég þá að skrifa? Get reyndar sagt ykkur frá því að þessa vikuna og næstu er ég á námskeiði í diving medicine. Þessi vika fjallaði um köfun og læknisfræði tengda köfun, næstu viku verður meira fjallað um súrefniskút og meðferðir í súrefniskút.
Þetta er námskeið fyrir lækna sem vilja bæta við sig þessu, og geta unnið í súrefniskút og meta hvort fólk megi kafa. Hjúkrunarfræðingar sem vinna í súrefniskút (eins og ég) eru einnig velkomnir að taka þátt, þó svo að við fáum ekki sömu réttindi. Þetta er mjög áhugavert námskeið, við gerðum tilraunir með að halda andanum, fékk að sjá hljóðhimnuna mína þegar ég þrýstijafnaði (frekar flott) og svo prófuðum við að sitja í kútnum niður á 50 m, það er alltaf jafn gaman. Við köfuðum, reyndar bara niður á 2 metra, en það er alltaf gaman að kafa. Þetta er útilaug sem við köfuðum í, vatnið var 14° og var reyndar ekki jafn kalt og ég hélt, reyndar voru hendurnar á mér eins og íspinnar eftir köfunina en ekkert sem heitur kaffibolli gat ekki bjargað;-)
Góða helgi
4 comments:
Nú gladdirðu móðir okkar, nýtt blogg :o)
Annars flott frammistaða hjá þér á námskeiðinu, þú rokkar :o)
kv
Rúna
Kemur ekki á óvart, alltaf að gera eitthvað skemmtilegt í vinnunni. Nú er fáar vikur eftir í að við sjáumst og "Florida, here we come".
Gamli.
Kemur ekki á óvart, alltaf að gera eitthvað skemmtilegt í vinnunni. Nú styttist í að við hittumst, "Florida, here we come".
Gamli
Skrítið að þú fáir ekki sömu réttindi og þessar læknadruslur sem þú ert að ná betri árangri en.
Kveðja
Maggi
Post a Comment