Tíminn líður hratt þegar það er gaman.
Var í dag með fyrsta námskeiðið mitt í endurlífgun (fyrir utan vinnuna) var á elliheimili hérna nálægt mér og kenndi 25 manns endurlífgun. Það var ekkert smá gaman og svo fær maður helling af spurningum. Eigandinn sem réð mig var virkilega á því að allir ættu að læra því það kom inn starfsmenn sem eru í leyfi, ein sem er í skóla og önnur í barnseignafríi, hún kom með eina litla sæta 6 mánaða. Aldrei of seint að byrja að læra endurlífgun;-)
3 vaktir í frí, verð á næturvöktum um helgina.
Á mánudaginn verður family night, hitti jú Magga og Helgu í júní en restin af stórfamilíunni hef ég ekki hitt síðan um páskana. Finn mest fyrir því hvað ég sakna þeirra í rauninni þegar það styttist í hitting. Ég meina hvað gerði maður án internets og vefmyndavéla!!
kram kram
1 comment:
Við náum ekki að hitta þig fyrr en á þriðjudag ;o(
Strákarnir sko að bíða eftir því að hitta þig, eru svo ánægðir með að þú komir líka (fá þeir ekki stóran pakka út á þetta komment hehe).
5 mínútur eftir af vinnudegi hjá mér, þá hefst vetrarfríið formlega og það stendur næstu 3 vikur, jibbí
kv
Rúna og co
Post a Comment