Í gær var fyrsta vaktin mín þar sem ég fór í bráðaútköll með sjúkrabílnum. Vona bara að þessi vakt segi ekki til um hvernig þessar vaktir mínar verði því ég fékk 3 útköll (eru venjulega um 1 á dag) og fékk í bónus mynd af mér í blöðin hérna í morgun=)
Komst heim á endanum, flugið fór í loftið kl 22 þannig að ég var komin hingað heim kl 7 um morguninn, var frekar þreytt í vinnunni í gær.
Sumarið virðist vera komið, hitinn um 25°C, ekki slæmt fyrir svona eðlur eins og mig.
Ég og Hrafnhildur förum svo á þyrluæfingu á föstudaginn, þ.e. læra hvernig við eigum að vinna í þyrlunni ef svo ber undir að við þurfum að fara með þyrlunni í útkall og eigum svo að prófa að síga. Spennandi vika framundan.
puss
Anna Dóra
3 comments:
Það er bara svona, það á bara að sigra heiminn, fyrst er farið út í sjúkrabíl og því næst upp í þyrlu. Hvað næst, er það kannski sjúkrahús á skipi?
Annars skil ég ekki hvað þú ert að monta þig á veðrinu, hér er kannski ekki eins heitt og hjá þér en ekki síðra veður, ávallt heiðskírt og 15+
Kveðja
Maggi
Hvernig er það er hægt að nálgast netútgáfu af þessum blöðum eða höfum við bara þín orð fyrir frægðinni?
kv
Rúna sem er loksins hætt að svitna eftir að hún komst í alvöru íslenskt loftslag
Hæ hæ þú getur kíkt á www.blt.se en það er bara önnur myndin þar sem ég sést ekki svo vel.
En ég lofa það var mynd af mér
kveðja
Anna Dóra
Post a Comment