Tuesday, June 26, 2007

Tilbúnar í slaginn.......
sigmaðurinn er alltaf fyrsti maður út....
svo er bara að hitta á bátinn, við sigum svo niður í bátinn til hans..
Rescue Nurse ávallt viðbúin =)
Ein ekkert smá ánægð með lífið=)

Eins og þið sjáið á myndunum var alveg einstaklega gaman á þyrluæfingunni, ég brosi ennþá allan hringinn þegar ég hugsa um þetta.
Komin heim frá Gautaborg, við tókum því nú frekar rólega á sunnudeginum, fórum út að borða og kíktum aðeins á stórborgina. Á mánudeginum vorum við mættar í Liseberg um leið og það opnaði (kl 11) og svo var bara leikið sér í 6 klst. Stærsti og besti trérússíbani er í Liseberg og fórum við bara x3 í hann (hann er magnaður) síðasta skiptið var reyndar best því þá sat strákur fyrir framan okkur sem öskraði svoleiðis alla leiðina að við gátum ekki hætt að hlæja. Maggi minn við prófuðum ýmis önnur tæki líka, vorum reyndar mest í rússíbönunum. Nýjasta tækið í Liseberg uppswinget risaróla sem fer úr 0-80 km/klst í 10 sveiflum og fer í 120° halla var alveg skemmtileg en ég var eins og sveittur bréfberi eftir það tækið, ekki gaman að hoppa til í sætinu þegar maður sveiflast hátt yfir jörðinni. Um kvöldið voru það svo tónleikarnir með JT, þó svo að drengurinn sé nú kannski ekki mikill söngvari þá kann hann að skemmta fólki. Sýningin/tónleikarnir voru alveg magnaðir. Natasha Bedingfield hitaði upp og Timberland var með smá skemmtun í hléinu. Semsagt mjög vel heppnað kvöld. Tókum því svo bara rólega á hótelinu í morgun, það var hellirigning í Gautaborg í dag. Keyrðum svo heim um hádegið.
Jæja þetta er orðið allt of langt hjá mér...
puss
Anna Dóra

6 comments:

Anonymous said...

Gott að þið skemmtið ykkur vel í Gautaborg, efa ekki að það hafi verið gaman í liseberg.
Skil reyndar ekki hvað er verið að eyða pening í að fara á tónleika ef söngvarinn getur ekki sungið.

Kveðja
Maggi

Anonymous said...

Er hægt að panta svona appelsínugulan ofursexýgalla einhversstaðar?

Gaman að ferðin heppnaðist svona vel og alveg sammála Magga, af hverju kaupa miða ef maðurinn getur ekki sungið, hef reyndar aldrei fílað hann sjálf þannig...

kv

Anonymous said...

Hei það er eitt að syngja LIVE og annað að hlusta á geisladisk. Það er mjög auðvelt að syngja vel á geisladisk en mun erfiðara live. Þið eruð bara öfundsjúk.......
Kveðja
Anna Dóra

Anonymous said...

Gautaborg breytist ekkert, alltaf gaman að koma þangað.
Vinnan getur verið misskemmtileg en vettvangsvinnan er alltaf öðruvísi, að taka þátt í spennandi viðburði.
Þú tekur þig vel út í þyrlugallanum.

kv. Gamli

Agusta said...

OMG engin smá SKVÍSA :) Og ekkert smá huguð að þora þessu :) Þú ert nú alls ekki svo ólík skvísunni þarna í "Charlies Angels" ... Ertu kannski one of them ??? Já, og maður hélt að maður þekkti vini sína ... :)

Jessica said...

Vilka coola bilder!! Vad skriver folk egentligen, jag förstår ju inte men anar tonen liksom :)