Þá er ég komin heim aftur.
Ferðin til Íslands heppnaðist vonum framar og allir yfir sig ánægðir. Við skelltum okkur í bláa lónið á leiðinni til Reykjavíkur. Fengum frábæran dag á spítalanum. Meirihlutinn skellti sér svo út að borða í Perlunni um kvöldið. Ég fór með Eiríki og 2 úr hópnum að kafa í Silfru. Föstudagurinn byrjaði með útreiðartúr, síðan skelltum við okkur á Þingvelli, létum fólk smakka hákarl og brennivín. Þá var stefnan tekin á Gullfoss og Geysi, þar var harðfisknum gerð góð skil (aðallega ég, Hrafnhildur og Maggi) og síðan skelltum við okkur í pottinn og gufu í Laugarskarði áður en við fórum í mat til mömmu og pabba. Um kvöldið fór ég svo á djammið með Rúnu, Johan og Jörgen (hinir voru of þreyttir). Við kíktum í löggupartý og fórum þaðan á Greifaball, strákarnir skemmtu sér ágætlega þó svo að þeir hafi ekki skilið neitt. Fólk hafði svo frjálsar hendur á laugardeginum, kíkti í búðir, fór á hestbak, hvalaskoðun og síðan fórum við út að borða á Humarhúsið. Hugsa að hópurinn hafi bjargað efnahag 66°N, það voru flestir sem keyptu sér eitthvað í þeirri búð. Hitti hluta af ferðalöngunum í vinnunni í dag, fólk var þreytt en mjög ánægt.
Ætla að skella mér í háttinn núna, við heyrumst síðar
kram
Anna Dóra
2 comments:
Takk fyrir frábæra skemmtun á föstudeginum, "hönd í hönd", nú eru bara 3 vikur í næsta hitting, vá ekkert smá sem tíminn líður hratt.
kv
Frábært að fólk skemmti sér vel.
Kveðja
Maggi
Post a Comment