Sjáiði afraksturinn, fór með Jessicu út í skóg áðan að týna kantareller (sveppir). Það var reyndar mun skemmtilegra að týna og leita að þeim heldur en að hreinsa þá. Ætla að steikja sveppi núna og hella aðeins rjóma yfir og svo setur maður herlegheitin ofan á brauð. Hljómar gott, ég veit. Við ætlum að fara aftur út í skóg við tækifæri.
Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef týnt
sveppi og varð mun auðveldara þegar við höfðum fundið nokkra svo ég vissi hverju ég væri að leita að. Vona bara að maturinn verði góður.
kramisar
Doris
2 comments:
Það er líka geggjað að gera súpu úr svona villisveppum.
kv
Verði ykkur að góðu, ég týndi ákkúrat upp nokkra góða við Sæbrautina um daginn, þeir voru svo stórir að þeir minntu á Strumpahúsin. Ekki var svo verri stemmingin sem maður komst í af því að borða þessa sveppi. Ójjjjjjeeeee!
Kveðja
Maggi
Post a Comment