Er ekki kominn tími á að ég segi ykkur frá hvert ég fer í næsta ferðalag?
Ég fer á mánudaginn til Bahamas =) ætla að vera þar í 11 daga m.a. yfir afmælið mitt. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég eigi að synda eða kafa með höfrungum á afmælisdaginn, það eina sem er ákveðið þetta verður gaman. Ég er reyndar búin að lofa pabba mínum að þó svo að ég sé komin með kafararéttindin þá ætli ég ekki að kafa með HÁKÖRLUM, það hefði nú samt verið gaman.
Mig dreymir um ferðina, sól, hiti, sjór, sandur, skemmtilegt ég gæti haldið áfram endalaust.
Litlu systir minni finnst reyndar sorglegt að ferðast einn en ég er ekki sammála henni. Það er svo gaman að ferðast og kynnast nýju fólki. Hvað finnst ykkur annars?
Jæja ætla að skella mér í sturtu og taka mig til fyrir næturvaktina,
Bið að heilsa í bili, hver veit nema ég skelli inn einhverjum fréttum úr ferðalaginu hingað.
pusssssss
6 comments:
Góða ferð og góða skemmtun, værum alveg til í að vera að fara með þér.
kv
Rúna og co
Hæ hæ skvís, búin að setja þig inn á msn-ið hjá mér :) Ooooooo skemmtu þér rosalega vel á Bahamas..... væri alveg til í að vera á ströndinni núna - það er hrikalega kalt á fróni í dag!!
Knús, Arna
Til hamingju með þrítugsafmælið.
kv. Ásdís.
Til hamingju með afmælið elsku Anna Dóra. Hafðu það gott á Bahamas....
Knús
Jóhanna og co í Uppsala
Til hamingju með afmælið Anna Dóra og skemmtu þér vel á Bahamas :)
kram
Guðrún og co Uppsala
Hjartanlega til hamingju með áfangann. Þið systurnar verðið bara myndalegri með hverju árinu sem líður :) Kær kveðja,
Spóahólagengið.
Post a Comment