Monday, October 08, 2007

Komin heim frá Þýskalandi. Þessi ferð var ógleymanleg, við vorum svo heppin með veður 20°C og sól næstum alla dagana. Við höfum keyrt og skoðað heilan helling. Við skoðuðum kastala sem er fyrirmyndin að kastalanum hennar Þyrnirós í Disneymyndunum. Við keyrðum og skoðuðum Arnarhreiðrið, það var ótrúlega flott. Ímyndið ykkur bara að vera í 1834m hæð í ölpunum, það er næstum heiðskýrt, hárið á höfðinu hreyfist varla og þú ert með útsýni í 200°. Set kannski inn einhverjar myndir við tækifæri þegar Rúna er búin að senda mér þær.
Við vorum ein af þeim 6,2 milljónum sem fóru á oktoberfest í Munchen og lögðum að sjálfsögðu okkar af mörkum í þeim 6,7 milljón lítrum af bjór sem drukknir voru. Októberfest er eins og risatívolí, hellingur af leiktjöldum og sölutjöldum og það besta er að þeir selja bjór. Það er ekki hægt að biðja um lítinn bjór, nei allur bjór er seldur í líterskönnum og þetta bera þjónarnir út allt að 12 könnur í einu. Gaman samt að sjá aðra siði. Þjóðverjarnir í liederhosen og konurnar í sínum þjóðbúningi (sem er btw mun flottari en upphluturinn).

Brúðkaupið var bara yndislegt, það byrjaði með partýi á þriðjudagskvöldinu sem er einskonar sameiginlegt gæsa- og steggjapartý. Þar voru allir látnir brjóta postulín og þetta voru brúðhjónin að sópa allt kvöldið. Sjálf brúðkaupið var svo á laugardaginn og verður að teljast með þeim glæsilegri brúðkaupum sem ég hef farið í (þau eru reyndar ekki mörg en engu að síður). Dagurinn var yndislegur og maður fékk að kynnast mörgum nýjum siðum. Ég er allavega rosalega ánægð að hafa farið.

Jæja ætla ekki að kvelja ykkur lengur
kram
Doris

1 comment:

Anonymous said...

Takk fyrir alveg frábæra viku, ekki mikið sem toppar þessa ferð.

kv