Saturday, December 15, 2007

Styttist til jóla, hvernig gengur jólaundirbúningurinn þarna úti? Ég bakaði christmas cupcakes áðan, þær eru ótrúlega jólalega góðar, ætli það sé piparkökukryddið? Ætla að taka þær með mér til vinkonu minnar. Við erum 10 sem ætlum að hittast og búa til pínu jólakonfekt í kvöld. Ég er að verða búin að kaupa allar jólagjafirnar, á bara eftir að setja upp jólatréið mitt. Það verður verkefni morgundagsins. Ég ætla að eyða aðfangadagskvöldi með Jessicu minni og fjölskyldunni hennar í Ör, fyrir utan Växjö. Á jóladag ætla ég að hitta Hrafnhildi mína í hangikjöti og svo ætlum við nokkrar singel pæjur úr vinnunni að kíkja út á lífið (ef við fáum miða þ.e.a.s).

Ætla að skella mér aðeins í bæinn, er að leita mér að skóm, hverjum kom þetta á óvart?

Jólakveðja
Anna Dóra

4 comments:

Anonymous said...

Gaman að sjá að þú ert að undirbúa jólin að "hætti heimamanna" eða þannig sko. Gamla settið er að undirbúa breytingar í eldhúsinu a.m.k. en sjáumst eigi síðar en um áramót.

Gamli.

Anonymous said...

kveðjur frá stelpunum í Hólminum st.franciskusspítalanum

Anonymous said...

Hvað er í piparkökukryddinu? Er ekkert smá spennt að prófa þessar kökur.

kv
Rúnasemereinnigíjólakonfektgírnum

Anonymous said...

mmmm mig langar í christmas cupacakes !!!