Vá við vorum með Jólapartý í vinnunni síðasta laugardag sem heppnaðist alveg suddalega vel. Skemmtinefndinni var þakkað fyrir vel unnin störf og allir eru farnir að hlakka til eftir næsta partýi. Þetta er eini gallinn við að halda skemmtileg partý, fólk treystir á að þú haldir áfram að skipuleggja partý handa þeim.
Annars fékk ég að vita fyrir helgi að ég fæ að fara til Stokkhólms á námskeið núna í lok janúar. Ætla að reyna að heimsækja Uppsalafólkið mitt í leiðinni, á bara eftir að hringja og sníkja gistingu einhversstaðar. Námskeiðið er fimmtudag og föstudag, ætlaði þá að reyna að vera í helgarheimsókn í Uppsala. Orðið langt síðan ég hef hitt Uppsalafólkið. Jóhanna og Guðrún þið kannski fattið hintið;-) ég hringi við tækifæri.
Verð að fara að taka mig til fyrir vinnuna.
Við heyrumst
Anna Dóra
5 comments:
hej hej
vid erum kannski ad fara a sama namskeidid :)
kv.
Gudrun
En gaman, inhalationskursen hjá Abbott? Ég er búin að fá gistingu hjá Jóu og Gísla þannig að ef þetta er ekki sama námskeiðið þá kannski að við hittumst í Uppsala!!
vid getum verid samferda a kursinn og ef thu verdur yfir helgina ertu bodin i 6 ara afmaeli :)
heyrumst
Gudrun
Það verður semsagt Karlskrona reunion á kursinum. Ansi hrædd um að lærdómurinn fari fyrir lítið í kjaftaganginum og updatei.
Annars vona ég að þið munið hafa það gott, og ef ég þekki Guðrúnu rétt þá verða hrikalegar veitingar á boðstólum ekki satt.
kveðja úr kuldanum
hehe
jamm það verður ekki mikið lært á þessum kúrsi. Og veitingarnar verða djúsí ...:)
Post a Comment