Hæ hæ, fékk frekar leiðinlegar fréttir í vikunni. Jamm, haldiði ekki að það sé búið að fresta Finnlandsferðinni minni =( við vorum víst bara 3 sem vorum skráð héðan á námskeiðið og það var víst of lítið. Ég sem er búin að æfa og æfa fyrir þetta. Síðasta föstudag skelltum við okkur í sund til að æfa okkur í að halda niðri í okkur andanum og ég gat flotið í rúma mínútu með höfuðið undir vatni, ekki slæmt eða hvað?
Annars er allt svosem við það sama, ég á fyrra frí, sem þýðir sumarfrí í júlí, ég er reyndar ekki búin að ákveða hvort ég ætli að taka sumarfrí í sumar. Veit ekki alveg hvað ég vill í augnablikinu, en það er svosem ekki nýtt heldur þegar ég á í hlut.
Hvernig er það er einhver sem les þetta blogg? Veit ekki hvort ég eigi að halda áfram að blogga, hvað segið þið?
kveðja
Anna Dóra
5 comments:
Alltaf fylgjumst við með fréttum af þér elsku dúllan mín, haltu þessu endilega áfram, gaman að lesa um hvað er að berjast um í hausnum á þér.
Jag försöker i alla fall att läsa den.. inte så lätt, men jag tror jag fattade sista meningen! Klart du ska fortsätta blogga!
Hvað meinaru með því að það lesi enginn þetta blogg, hugsa að meiri hluti Íslendinga lesi bloggið þitt áður en þeir fara til vinnu, það koma bara ekki nógu oft nýjar fréttir.
Kveðja
Maggi
hej ég les bloggið !!
svo þú getur ekki barasta hætt þrátt fyrir stopular fréttir og komment :)
kv.
Guðrún
Ég les bloggið reglulega og ég veit að það gera margir aðrir. Þetta er eins og að fletta Mogganum, ómissandi í dagsins önn. Annars allt gott.
kv.
Gamli
Post a Comment