Tuesday, February 05, 2008

Komin heim frá stórborginni. Fyrstu nóttina gisti ég í fangaklefa sem var 6 m2 og við sváfum í koju. Við gistum á Långholmen sem er elsta fangelsi Svíþjóðar (búið að breyta því í farfuglaheimili og hótel) ekkert smá fínt þó svo að það hafi verið fullþröngt að búa 2 í þessu litla rými. Kúrsinn var síðan í Såstaholm í Täby fyrir utan Stokkhólm, á gömlum herragarði, þarna bjuggu fátækir leikarar hér áður fyrr (þeir áttu að geta búið fínt og sinnt sköpunargáfunni þrátt fyrir peningaleysi). Þetta er með þeim fínari hótelum sem ég hef gist á. Í kjallaranum eru þeir búnir að gera herbergi sem kallast svo viðeigandi backstage, þar sem eru hellingur af búningum og hárkollum, singstar o.fl. og hver haldiði að hafi komið partýinu af stað annar en Doris með að syngja Diggiloo diggiley og svo tóku Svíarnir við. Partýið endaði síðan í gufubaði og fórum við í háttinn um 2leytið og síðan byrjaði kúrsinn aftur kl 8:30, ég var pínu þreytt þann daginn. Eftir kúrsinn fór ég svo til Uppsala og gisti hjá Jóu minni til sunnudags. Við fórum í 6 ára afmæli hjá Guðfinnu og spjölluðum út í eitt. Með öðrum orðum yndisleg helgi.
Jæja ætla að láta þetta duga í bili, verð að fara að taka mig til fyrir vinnuna, er að spá í að kaupa mér thaimat á leiðinni.......
kveðja

2 comments:

Anonymous said...

Ekki reyna að ljúga því að mér að þú hafir sofið í efri kojunni. Nei segi svona eftir að hafa eytt ækskuárunum í efri kojunni.

Annars hefði ég fengið netta innilokunarkennd í þessu herbergi.

Anonymous said...

Jæja, svona eru fréttir úr "stórborginni". Fangaklefar, þó þeim hafi verið breitt í eitthvað sem nú þykir spennandi, er einvhern vegin ekki sá staður sem ég myndi hvílast á. Annars allt gott, er að reyna að plata gömlu í miðjarðarhafsferð í haust, Barcelona og siglingu um svæðið.

kv. Gamli