Monday, March 24, 2008

Ég er í sjokki!!!
Var að sjá í fyrsta skiptið heimildarmyndina SuperSize Me, um manninn sem borðaði 3 máltíðir á dag á Magga Dóna. Ég get ekki sagt að mig langi í hamborgara aftur eftir að hafa séð þessa mynd. Ég hugsa að maður þurfi að leita með logandi ljósi að fæði sem er næringarsnauðara og meira ávanbindandi en skyndibitar. Ekki furða að við verðum bara stærri og stærri.
Kannski ágætt að sjá þessa mynd svona eftir allt páskaátið, kannski auðveldara að standa sig þegar maður lofar sjálfum sér bót og betrum með bættum lífsstíl.

Ef þið hafið ekki séð þessa mynd, mæli ég með að þið horfið á hana.
Skál í grænu tei.
Anna Dóra

2 comments:

Anonymous said...

Hvað ertu að blanda borgurunm mínum í þetta, veit ekki annað en þeir séu einhverjir bestu borgarar sem búnir eru til norðan suðurpólsins. JAMMMIJAMM

Kveðja
Maggi

Anonymous said...

Sorrý Maggi, verð aðeins að skjóta á þig en hefur þú einhvern tímann eldað hamborgara, ef svo er verður þú að fara að bjóða okkur í mat.

Annars er ég sammála þér Anna Dóra varðandi myndina, átti mjög erfitt með að borða á makkaranum í langan tíma á eftir og langaði eiginlega ekkert í þennan ofurviðbjóð.

Spáið í það að verða þunglyndur af skyndibitaáti og fá svo unaðssælutilfinningu við það að éta sveittar franskar og kjöt í gúmíbrauði.

kv