Í gær fékk ég fullt af fullorðinsstigum=) Ég fór á fund í bankanum þar sem ég ræddi við þjónustufulltrúa um sparnað og eftirlaunasjóði og hvar væri best að fjárfesta fyrir framtíðina. Vonandi eru peningarnir mínir farnir að vaxa því varla gera þeir það heima. Hvað er málið með þessa verðbólgu? Ef ég á að vera hreinskilin þá er ég búin að vera að bíða eftir þessu, það er ekki eðlilegur lífstíll á Íslandi í dag, allir þurfa að eiga flottan bíl, flott hús, ég meina hver á eftir að muna eftir Jóni fyrir bílinn eða húsið, ég bara spyr. Held að íslendingar ættu aðeins að hægja á í lífsgæðakapphlaupinu, líta í kringum sig og spá í það hvort það sé þess virði. Hvað er þetta með að gera nýjan veg inn að Þingvöllum og eiga á hættu að þeir verðir teknir af heimsminjaskrá UNESCO, er ekki frekar að reyna að koma fleiri stöðum inn á heimsminjaskrá, þetta er svo sérstakt land sem við eigum, það á sér engann líka.
Læt reiðilestri mínum lokið í bili
Gleðilega páska
4 comments:
Segðu, hvað er að því að búa í fjölbýli og eiga gamlan bíl. Verðum reyndar að skipta í sumar, ómögulegt að koma þriðja stólnum aftur í þennan.
Styttist í Köben
kv
Er þetta ekki alltaf spurning um að gera betur en hinn?
Kveðja
Maggi
Ekki benda á mig, þó það séu tveir nýir bílar í hlaðinu, auk tveggja eldir og mótorhjólsins. Við erum ekkert að keppa við fólkið við hliðnina enda gera þau slíkt hið sama. Við skuldum ekkert í erlendri mynt svo hvað er að óttast. Vissulega mega sumir vara sig þessa dagana.
Það er vor í lofti og vindur hlýr á þessum páskum sem fara í hönd og allir við heilsu. Vonum að þú hafir það líka gott.
kveðja
Gamli
Gleðilega páska elsku besta frænka. Passaðu þig á að borða ekki yfir þig af súkkulaði, við hefðum fengið í magann ef mamma hefði ekki stoppað okkur.
kveðja
Halldór Óskar og Hermann Ingi
Post a Comment