Vorið er greinilega komið í Svíaríki, hvernig veit ég það... Jú búin að uppgötva fyrstu könguló sumarsins í loftinu á svefnherberginu mínu. Kvikindið féll fyrir dauðlegum geislum gluggahreinsiefnis, því miður datt hún á koddann minn þannig að ég þurfti að skipta um koddaver, annars hefði ég ekki getað sofið í rúminu mínu (hrollur).
Verð annars að deila út smá prikum.
Maggi bróðir fær hetjuprik fyrir að vera orðin LÖGGA, hann útskrifaðist síðasta föstudag. og Litla skrímslið fær afmælisprik, já ég veit að það er erfitt að trúa þessu en Helga Dís LITLA systir mín er orðin tvítug.
Vissi annars að allar þessar sjúkrahússápur kæmu að notum, er búin að vera með nema núna mánudag og þriðjudag sem er frá S-Afríku og gat bara talað reiprennandi spítalaensku (",) og barasta frekar ánægð með mig, hún var reyndar ánægð líka. Átti reyndar móment í morgun þegar ég var að reyna að útskýra (kunni ekki enska orðið) legsig, ég tók löngu leiðina og þegar hún skildi hvað ég var að meina segir hún já ok, prolaps. Já segi ég og roðna pínu því það er sama orð og við notum hér í Svíaríki og ég búin að fara norður á Akureyri og aftur til Reykjavíkur í minni útskýringu. Skemmtilegt með tungumál.
Pínu fréttir, en ég sótti um launalaust leyfi í dag, í nóvember og desember og er að hugsa um að koma heim og fá að vera með í barnasvæfingum. Við erum svo sjaldan með lítil börn og maður er alltaf jafn óöruggur með sig (FAKE IT TILL YOU MAKE IT) virkar ekki alltaf þó svo að maður reyni að akta kúl að ég ætla að reyna að næla mér í smá reynslu. Mig er búið að langa lengi að fá að svæfa meira börn og ákvað að drífa bara í því.
Jæja, orðin alltof mikil langloka, ætli nokkur nenni að lesa þetta til enda
Krossið fingurna fyrir leyfinu mínu
4 comments:
Ég er sko búin að krossa alla fingur og allar tær um að þú fáir launalaust leyfi.
Ég get nú ekki annað en hlegið yfir þessari svaðalegu köngulóarfóbíu þinni.
Er reyndar sammála þér að því leyti að þetta eru gjörsamlega tilgangslausar skepnur og ég bara hreinlega skil ekki hvað Skaparinn var á spá þegar hann ákvað að setja þessar lífverur á jörðina.
Gott að heyra að sjónvarpsáhuginn og glápið hafi komið að góðum notum, maður veit greinilega aldrei hvenær það kemur að notum.
kv
Takk fyrir prikið
Kveðja
Maggi
Hehe kóngulær... allt í lagi úti, en inni, nei takk!;o) Fáðu þér bara kött, þá reddast þetta:o)
Kveðja Maríanna
Takk kærlega fyrir stóra strákinn. Hann er alveg í skýunum yfir heimsókninni til frænku, fallbyssan og virkisveggurinn situr mjög fast í honum og hann er alltaf að segja okkur frá því að hann hafi setið á fallbyssu og gengið eftir virkisvegg.
kv
Rúna
Post a Comment