Thursday, May 08, 2008

Þá eru mamma og Halldór Óskar farin, mikið var nú gott að hitta þau. Við enduðum ferðina í Kaupmannahöfn og hittum Magga bróðir sem er í útskriftarferð með lögguskólanum. Við skelltum okkur í dýragarðinn og svo út að borða. Svipurinn á Halldóri var yndislegur þegar ég las fyrir hann matseðilinn, kengúruborgari og krókódílakjöt, hann valdi fisk og franskar.
Var í gær á vettvangsæfingu fyrir rútuslys, mjög gaman og ég held að maður hafi gott af því að prófa hversu erfitt það er að bera 10 manns út úr rútu sem liggur á hliðinni, þar sem fólk liggur þvert og endilangt um alla rútu. Sumir höfðu klifrað og fest sig í bílbelti í hliðina sem var upp í loft og ég get lofað ykkur að það var ekki auðvelt að ná þeim niður. Vona bara að maður eigi ekki eftir að lenda í þessum aðstæðum í raunveruleikanum.

Bókaði ferð heim til Íslands í gær í sumarfríinu mínu, verð á skerinu 6-19. júlí, ætla bara að slappa af, leika við drengina mína og hitta vini og ættingja sem vilja hitta mig.

Ætla að láta þetta gott heita í bili, ætla út að labba í góða veðrinu, bara sól og 20°C =)
kramar
Doris

2 comments:

Anonymous said...

Þú þurftir náttúrulega að bauna á okkur veðurfarinu þarna hjá þér, það er nú farið að hlýna, skýin eru samt vinsælli en sólin í veðurfarinu hér. Það er allavega ekki rigning í dag, en það er spáð rennblautri hvítasunnuhelgi.

kv
Rúna

Anonymous said...

Vorum þvílíkt heppin með veður í göngunni í gær, glampandi sól og steikjandi hiti, enda þegar við vöknuðum í morgun og Halldór Óskar sá að það var komin rigning sagði hann bara vá mamma hvað við vorum heppin að vera að labba í gær.

kv
Rúna