Var í partýi í gær og ég og Jessica byrjuðum að velta þessarri spurningu fyrir okkur.
Ætli maður sendi frá sér hættulega geisla þegar maður er einhleypur? Við vorum í innfluttnings/þrítugsafmæli hjá Caroline og Patrik, ég stoppaði bara stutt þar sem ég var á leiðinni á næturvakt en....
við ákváðum að setjast í stofuna því þar sátu flestir og mingla aðeins, svo þar sem við sitjum og spjöllum uppgötvum við að við erum allt í einu orðnar bara 2 eftir í stofunni, allir hinir eru komnir inn í eldhús (líklegast jafn svangir og við farnir að bíða eftir matnum) en þar sem meirihlutinn var pör fer maður ósjálfrátt að velta fyrir sér hvort maður sendi frá sér einhverja hættulega geisla VARÚÐ EINHLEYPAR KONUR. Hvað haldið þið?
Frétti síðan að uppáhaldsumræðuefnið mitt hefði verið dregið upp meðal allra, jú þið giskuðuð rétt, brúðkaup, barneignir og húsakaup. Þá var nú barasta ágætt að sitja á sófanum í vinnunni og horfa á imbann get ég sagt ykkur. Erfitt þegar umræðuefnið verður svona einhæft, sérstaklega þar sem þetta liggur ekki í mínu áhugasviði í augnablikinu.
Þegar farin að hlakka til næstu helgar, er að fara á hestbak næsta föstudag með stelpunum í vinnunni, og brúðkaup á laugardaginn, svo er náttúrulega Eurovision á laugardaginn líka, áfram eurobandið eða?
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra, aka Doris
3 comments:
Auðvitað kemst eurobandið áfram, með þetta lag og þetta hrikalega fyndna myndband hvernig getum við ekki komist upp úr undanúrslitum.
Næsta helgi er líka uppbókuð á þessu heimili, útskrift á föstudag og vinnu/eurovisiongrillpartý á laugardag.
Áfram Ísland.
kv
Rúna
Já, ótrúlegt að fólk sé bara að ræða um brúðkaup, húsakaup og barneignir eða þannig sko !
Er ekki viss um að ég nenni að horfa á Eurovision í þetta skipti, finnst þetta orðið fjær okkur en áður en, góða skemmtun engu að síður fyrir þá sem enn hafa áhuga.
Af hverju ætli ég hafi ekki trú á að Ísland komist langt í þessari blessaðri keppni?
Kveðja
Maggi
Post a Comment