Vá en gaman, við komumst áfram í úrslit eurovision og ekki bara við heldur öll norðurlöndin. Langt síðan það hefur gerst. Sá að veðbankarnir eru á fullu í að spá um úrslit keppninnar, bjóða meira að segja upp á veðmál norðurlandanna á milli=)
Er að fara á hestbak á eftir, þeir eru með íslenska hesta hérna fyrir utan Karlskrona, við erum 10 úr vinnunni sem erum að fara saman, verður mjög gaman. Fer svo í brúðkaup á morgun, hef mestar áhyggjur af því hvort ég geti setið í kirkjunni=), síðan verður Eurovisionpartý um kvöldið, langt síðan ég hef haft svona uppbókaða helgi.
Við skiluðum inn síðasta verkefninu fyrir skólann í gær, yndisleg tilfinning þegar maður er búinn að vinna verkefni þegar maður getur loksins skilað því af sér. Við fengum reyndar þokkalegt áfall þegar við ætluðum að klára verkefnið í gær. Ég opna skjalið sem við höfðum sparað á USB-minninu mínu og fáum upp 9 bls af ÿ. Það vildi til að við höfðum prentað út eintök af verkefninu og svo átti ég upprunalega verkefnið á tölvunni minni hérna heima þannig að þetta reddaðist nú allt saman, tók bara aðeins lengri tíma en við áttum von á. Næsta fimmtudag kynnum við síðan verkefnið, vekjum vonandi smá umræður í kringum það og að sjálfsögðu góða einkunn eða? Vona bara að það gangi vel og við náum.
Ætla að fara að taka mig til, ætla að kíkja í eins og eina búð áður en ég fer af stað út í óvissuna á íslenskum hesti uppöldum í svíaríki.... hvernig ætli það gangi.
2 comments:
Eurovision var bara skemmtileg í gær, mikið af flottum lögum. Gamli Krótatinn með pimp-stafinn var geðveikur, heitir líka 75 cent :o).
Spurning hvaða norðurlandaþjóð muni verða efst á laugardaginn, veit ekki með þennan sænska "trans-kött". Hvað er málið með útlitið á gellunni?
Daninn var sjúklega sætur og spillti ekki að hann kunni að syngja og gerði það vel.
Geggjó stemming annaðkvöld í vinnugrillpartý, vonum við allavega.
Góða skemmtun á hestbakinu, vonandi verður þú ekki of rasssár fyrir brúðkaupið. Skemmtu þér vel í eurovision-partýinu.
kv
Rúna
Perelli er það sem er máli hjá 6 ára kynslóðinni hér á þessu heimili, en eldri kynslóðin kaus nú landann af samviskusemi :)
Post a Comment