Er enn á Íslandi og búin að hafa það mjög gott. Búin að fara x2 í bíó, sá fyrst kung-fu panda með drengjunum mínum og Rúnu og hún var frábær, mæli með henni þið sem eruð ekki búin að sjá hana. Fór svo á sex and the city í gærkvöldi með Rúnu, Ingu Rós og Gígju, gaman að fara með stelpunum á stelpumynd. Ég fíla þættina þannig að mér fannst myndin skemmtileg. Ég er búin að eyða helling af pening (einhver verður að reyna að bjarga efnahagsástandinu á þessu landi ekki satt) og fara í Slakka með bræðurna, það var reyndar mjög gaman. Búin að hitta saumó og familíuna. Er einnig búin að vera tíður gestur í salalaug í kópavogi, mamma og Ásdís hafa skellt sér í ræktina og ég í sund á meðan. Hef reyndar ekki nennt núna í rigningunni síðustu daga. Er að fara í nudd í Laugar í kvöld og svo á annan stað á morgun. Er hægt að hafa það betra, ég held ekki.
Læt þetta babl duga í bili.
kveðja
Anna Dóra
2 comments:
Sammála þér með kungfu-panda, its að keeper.
Hlakka ekkert smá til að fara í nuddið í kvöld, heita potta, gufur og svo enda kvöldið á góðum kvöldmat.
Eftir því sem best verður séð, ert þú enn á Íslandi ? Það væri ekki úr vegi að sjá hvað á daga þína hefur drifið síðan þú komst aftur til Svíþjóðar. Annars allt gott, það styttist í að við komum í heimsókn, og þá verður "vel mött i Sverige", eða hvað
Post a Comment