Nú er mikið búið að vera um að ske á mínu heimili.
Síðasta fimmtudag gerði stórfjölskyldan innreið sína hér í Karlskrona, mamma, pabbi, Maggi, Halldór Óskar og Hermann Ingi mættu á svæðið. Það er búið að vera svo gaman hjá okkur. Við skoðuðum gamlan kastala úti á Aspö og borðuðum kvöldmat þar, erum búin að fara til Vimmerby í Astrid Lindgren garðinn (veit reyndar ekki hver skemmti sér best) gaman að sjá hvar Lína, Emil, Ronja og hinar söguhetjurnar búa. Við fórum til Kosta og Transjö að kíkja á glerlist hjá pabba vinkonu minnar. Í dag fórum við í barnens gård og hetjurnar mínar fóru einir á hestbak ég mátti sko ekki hjálpa þeim, ef ykkur dettur í hug að þeir hafi farið á shetlandsponyinn sem var í boði, well ég held nú síður, það átti að fara á STÓRA hestinn.
Á morgun fara þau svo til Köben, held það verði nú tómlegt og hljótt í kotinu þegar þau verða farin. Styttist reyndar í að ég komi til Íslands, kem seint um kvöld næsta fimmtudag og verð til 8.sept.
Læt þetta duga í bili.
kramar
4 comments:
Ég trúi því að það verði tómlegt þegar skellibjöllu familian er farin. En ég er búin að heyra að það hafi verið gaman hjá ykkur.. en við sjáumst eftir viku. Vonum nú að gamla fara unga krakkanum út..
Nafnlaus það á að hreyfa við belgnum á þriðjudag, þannig að við vonum að eitthvað fari að gerast.
Anna Dóra mín takk kærlega fyrir strákana, heyri á þeim í öllum símtölunum sem ég hef fengið að þetta hefur verið mikið gaman og mikið grín.
Við erum allavega farin að hlakka til að hitta þá aftur, þetta er ekkert smá löng bið eftir gormunum okkar.
kv
Komið þið sæl og blessuð, já það var sko gaman hjá okkur og lokalotan í Kaupmannahöfn var ekki síður skemmtileg, Tívolí og Dýragarðurinn, svo eitthvað sé nefnt. En takk fyrir síðast, það var gaman að koma í heimsókn. Hlökkum til að þú komir aftur.
Takk fyrir mig.
Kveðja
Maggi
Post a Comment