Saturday, October 25, 2008

Afmælisprik segirðu Maggi, jú að sjálfsögðu fæ ég stærsta afmælisprik vikunnar ;-). Aðrir sem fá afmælisprik eru Rúna, María og Jessica. Hélt uppá afmælið mitt á miðvikudaginn eða hélt og hélt uppá það!!! Við fórum 5 hressar stelpur út að borða og svo á uppistand og ég lofa ykkur að það er langt síðan ég hef hlegið svona mikið, við erum að tala um að það lá við að maður bæði um pásur til að jafna sig. Mér var illt í maganum og andlitinu eftir allan þennan hlátur, er næstum viss um að það hafi bæst við nokkrar broshrukkur eftir kvöldið.
Annars var nú frekar fyndið þegar við fórum út að borða, við skellum okkur á einn thailenskan matsölustað. Ég bið um rétt nr 35 sem átti að vera mjög sterkt. Svo fáum við matinn og allar úlfhungraðar nýkomnar úr vinnunni og skellum okkur yfir matinn. Ég er samt frekar hissa á því hversu bragðdaufur maturinn minn er, ekki skrýtið því þegar reikningurinn kom sáum við að ég hafði fengið rétt nr 34 (sem var engu að síður mjög góður). Ég bendi á það þegar ég borga og hvað gerir starfsfólkið, setur upp undrunarsvip og þykist ekki skilja neitt, jamm stundum er gott að vera útlendingur og græða á fólki.
Ætla að skella mér í ræktina smástund áður en ég byrja að vinna....

No comments: