Það hafðist að lokum að komast á skerið !!! Stressið byrjaði í rauninni á mánudaginn, ef þið sitjið róleg skal ég segja ykkur frá ferðasögunni minni. Ég verð með smá ræðu á fösutdaginn á bráðaþingi bráðahjúkrunarfræðinga (vá snakka um tungubrjót). Ég var búin að redda mér helling af myndum til að krydda ræðuna með og ætla svo að kíkja á þær og GARG usb-lykillinn er dáinn og tómur. Eftir mikið stress og svita spurði Rúna mig hvort þær gætu verið í sent items hólfinu í vinnumailinu (ég hafði reynt að senda myndirnar) og YES þar voru þær þannig að kvöldinu og ræðunni var reddað. Ég þorði nú reyndar ekki að taka neina sénsa þannig að ég sendi bæði myndirnar og ræðuna í tölvupósti til mömmu svo ég væri nú örugglega með þetta á 2 stöðum;-)
Vakna svo mjög tímanlega í gærmorgun, fer í sturtu og borða morgunmat. Kveiki á tölvunni til að ath með lestina og uppgötva þá að ég hafði misreiknað mig, hélt ég gæti tekið lestina 9:38 en átti að taka lestina 8:38. Crap það eru 10 mín í að lestin fari- hvað gera bændur nú? Full af jákvæðni og krafti eftir að hafa fundið myndirnar daginn áður hugsa ég ÉG NÆ LESTINNI. Ég hef sjaldan hoppað jafn hratt í fötin mín, hent því síðasta í bakpokann og hlaupið út á lestarstöð. En ég NÁÐI lestinni. Kófsveitt og móð settist ég í lestina ánægð með lífið- ég er á leiðinni heim. Allt gekk eins og í sögu eftir þetta. Flugið ontime og við komin út á flugbraut þegar einhver flughræddur farþegi fær kvíðakast og við snúum við- þar sem farþeginn neitaði að fara frá borði höldum við aftur út á flugbrautina og NEI nú fara viðvörunarljós að blikka, leki í vökvakerfinu. Við keyrum aftur að flugstöðvarbyggingunni og flugvirki lítur á lekann og segir 2-3 tíma seinkun. Eftir 4ra tíma bið og ágætismáltíð fengum við loksins brottfararleyfi=) (ég er reyndar bara glöð að lekinn uppgötvaðist áður en við fórum í loftið -thank you flughræddi farþegi) Núna er ég komin á skerið sólin skín og lífið gæti ekki verið betra. Leyfi ykkur að fylgjast með hvernig gekk að flytja ræðuna, Doris er nefnilega fyrst í pontu.
Vona að þið hafið nennt að lesa allt bablið mitt,
kramar
2 comments:
Frændur þínir voru nú ekki jafn ánægðir með þennan flughrædda farþega, fannst orðin ansi löng biðin á að fara út á flugvöll. Ég fékk nú reglulega að heyra, en mamma þú sagðir að við færum eftir skóla/leikskóla út á flugvöll, ekki eftir matinn....
Gangi þér vel á föstudaginn
Kveðja
Maggi
Post a Comment