Það er svo gaman þegar maður veit að það styttist í eitthvað skemmtilegt. Ég er að fara til Växjö á morgun, við stöllurnar ætlum að kíkja á uppistand. Hann heitir Magnus Betnér og er svo yndislega cool og kaldhæðinn, algjörlega minn húmor, ekki verra að hann er myndarlegur líka;-)
Ég fæ aftur að taka þá í kafbátabjörgunaræfingu með hernum, í viku 12 eða 16. mars hefst æfingin, verður spennandi og skemmtilegt. Æfingin stendur yfir í viku, fyrirlestrar og svo sólarhringsæfing þar sem áhöfn verður bjargað úr sökkvandi kafbát. Hversu kúl er ekki það að fá að búa um borð í risastóru herskipi...
Annars er bara afslöppun framundan, er í helgarfríi og fer ekki að vinna fyrr en aðfaranótt þriðjudags. Verð með nema núna næstu 6 vikurnar, strákur sem er að læra svæfingar, ég verð reyndar mikið á næturvöktum þannig að sá sem er handleiðari með mér þarf að sjá um nemann að mestu leyti, ekki það að ég sé sár yfir því, not at all.
Góða helgi
Friday, January 30, 2009
Sunday, January 25, 2009
Í dag líður mér betur en ég á skilið. Búið að djamma alla helgina og ég er sprækur sem lækur í dag, skellti mér meira að segja í ræktina áðan. Jessica var í heimsókn um helgina og hún færði mér voodoo dúkku jepp þið lásuð rétt. Ég fékk Stella Posh sem elskar að skemmta sér og drekka góða drykki, hún gefur þér kraft til að vera glæsileg alla nóttina án þess að verða þunn daginn eftir ;-) einhver sem sér samhengið!!
kram
Friday, January 16, 2009
Úff, í morgun var smá upprifjunarnámskeið í súrefniskútnum sem var bara gott og blessað, alltaf fínt að fá smá upprifjun. Síðan var smá brunaæfing í kútnum og ég get sagt ykkur að það var kallt. Við köfuðum niður á 5 metra og þá voru slökkviúðararnir inni í kútnum settir í gang og við fengum smá sturtu í leiðinni brrrr. Til að gera allt saman raunverulegt þá tóku þeir rafmagnið af í leiðinni þannig að allt varð svart. Ef maður lítur á björtu hliðarnar þá er allavega hreint í kútnum núna og við vitum að slökkvikerfið virkar on the downside þá er mér ennþá kallt.
Er í fríi það sem eftir lifir dags, síðan taka við 3 næturvaktir=) Ég elska að vera komin á 3skiptar vaktir segi eins og í McDonalds auglýsingunni barababbabbaaaa I'm loving it......
kram
Er í fríi það sem eftir lifir dags, síðan taka við 3 næturvaktir=) Ég elska að vera komin á 3skiptar vaktir segi eins og í McDonalds auglýsingunni barababbabbaaaa I'm loving it......
kram
Sunday, January 11, 2009
Ég er komin heim og það gekk svosem ekki áfallalaust fyrir sig. Ekkert alvarlegt samt, ferðataskan mín ákvað að prófa hvernig það er að verða viðskila við eigandann. Það voru mjög kærir endurfundir í dag þegar við sameinuðumst á ný=) Ég beið heillengi við færibandið á Kastrup, hugsandi týbískt, taskan mín hefur farið fyrst inn í vélina og kemur síðust út (þegar ég var farin að horfa á alla aðra úr sama flugi hverfa). Allt í einu stoppar bandið og svo kom maður og byrjaði að taka burtu þær töskur sem voru eftir á bandinu ehhh segi ég og spyr hvort það séu örugglega allar töskur komnar, Jújú allar töskur komnar, vinsamlegast snúið yður að þjónustuborðinu. Ég þangað og fylli út tilkynningu um að við höfum því miður orðið viðskila ég og taskan. Sá mest eftir að hafa ekki sett myndarammana sem drengirnir mínir gerðu í handfarangurinn. En í dag fékk ég svo samtal frá SAS að taskan væri komin í leitirnar, hvort ég væri heima því þeir ætluðu að keyra töskuna heim. Ég spurði síðan gaurinn sem kom með töskuna hvað hefði orðið um hana en hann vissi það ekki, þeir fá víst ekki að vita slíkt, eru bara ánægðir að finna eigendurna.
Get reyndar mælt með Australia, við erum að tala um ágætismynd með the sexiest man alive!!! Ég fór næstum í hjartastopp yfir ákveðnu sturtuatriði í myndinni og vorkenndi sjálfri mér MJÖG mikið að þurfa sofa ein þá nótt.
Kram
Get reyndar mælt með Australia, við erum að tala um ágætismynd með the sexiest man alive!!! Ég fór næstum í hjartastopp yfir ákveðnu sturtuatriði í myndinni og vorkenndi sjálfri mér MJÖG mikið að þurfa sofa ein þá nótt.
Kram
Monday, January 05, 2009
Annaðhvort fengu allir pening í jólagjöf eða fólk er ánægt með að vera ennþá með vinnu!!! Fattaði ekki alveg að útsölurnar væru byrjaðar á laugardaginn þegar ég kíkti í kringluna og OMG það var ekki þverfótað fyrir fólki í innkaupahugleiðingum, ég sem hélt að ég væri að gera góðverk með að ætla að bjarga efnahag landsins, ehh mér sýnist á öllu að þið séuð fullfær um að bjarga ykkur sjálf!! Annars finnst mér ekki gaman að kíkja á útsölur, fullt af fólki allir að troðast, búið að týna út allt það besta eða leggja það undan, samt kíkir maður alltaf í von um að finna eitthvað.
Hitti MS-vinkonur mínar á laugardaginn, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt þegar það er gaman hjá manni, allt í einu var klukkan farin að nálgast 23 og við nýkomnar. Ætla að hitta fleiri vinkonur í fyrramálið, ætla að bjóða þeim hingað í tacolunch, ég veit það hljómar bara gott....
Ætla svo í bíó annaðkvöld með Rúnu systir, við ætlum að sjá Australia ef fleiri vilja koma með er bara að láta vita.... the more the merrier eins og skáldið sagði.
kramis
Hitti MS-vinkonur mínar á laugardaginn, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt þegar það er gaman hjá manni, allt í einu var klukkan farin að nálgast 23 og við nýkomnar. Ætla að hitta fleiri vinkonur í fyrramálið, ætla að bjóða þeim hingað í tacolunch, ég veit það hljómar bara gott....
Ætla svo í bíó annaðkvöld með Rúnu systir, við ætlum að sjá Australia ef fleiri vilja koma með er bara að láta vita.... the more the merrier eins og skáldið sagði.
kramis
Thursday, January 01, 2009
Gleðilegt árið allir saman.
Árið byrjaði vel, ég fékk að sofa út þrátt fyrir að drengirnir væru í heimsókn, vaknaði meira að segja á undan stóra drengnum=)
Átti hefðbundin áramót í faðmi fjölskyldunnar, við enduðum kvöldið með singstar, djö.. hvað það er skemmtilegt og maður þarf ekki einu sinni að kunna að syngja.
Hugsa að Maggi fái hrakfallabálkastig ársins. Hann fór í gær í 3ja sinn í llíbarkújs á slysó á árinu í gær. Jepp hann er lögreglumaðurinn sem kinnbeinsbrotnaði þegar hann fékk grjót í andlitið á mótmælunum, en fínt fyrir mig.... núna er hann í veikindafríi meðan ég er á landinu, ég fékk enga vinnu þannig að við verðum að druslast saman næstu daga systkinin=)
Ég veit ekki hvaða stig ég ætti að fá fyrir árið eða hmmm jú kannski að ég viti það en hugsa að ég haldi því bara fyrir sjálfa mig, ef þið þekkið mig rétt eigið þið ekki í vandræðum með að giska rétt....
kram
Árið byrjaði vel, ég fékk að sofa út þrátt fyrir að drengirnir væru í heimsókn, vaknaði meira að segja á undan stóra drengnum=)
Átti hefðbundin áramót í faðmi fjölskyldunnar, við enduðum kvöldið með singstar, djö.. hvað það er skemmtilegt og maður þarf ekki einu sinni að kunna að syngja.
Hugsa að Maggi fái hrakfallabálkastig ársins. Hann fór í gær í 3ja sinn í llíbarkújs á slysó á árinu í gær. Jepp hann er lögreglumaðurinn sem kinnbeinsbrotnaði þegar hann fékk grjót í andlitið á mótmælunum, en fínt fyrir mig.... núna er hann í veikindafríi meðan ég er á landinu, ég fékk enga vinnu þannig að við verðum að druslast saman næstu daga systkinin=)
Ég veit ekki hvaða stig ég ætti að fá fyrir árið eða hmmm jú kannski að ég viti það en hugsa að ég haldi því bara fyrir sjálfa mig, ef þið þekkið mig rétt eigið þið ekki í vandræðum með að giska rétt....
kram
Subscribe to:
Posts (Atom)