Það er svo gaman þegar maður veit að það styttist í eitthvað skemmtilegt. Ég er að fara til Växjö á morgun, við stöllurnar ætlum að kíkja á uppistand. Hann heitir Magnus Betnér og er svo yndislega cool og kaldhæðinn, algjörlega minn húmor, ekki verra að hann er myndarlegur líka;-)
Ég fæ aftur að taka þá í kafbátabjörgunaræfingu með hernum, í viku 12 eða 16. mars hefst æfingin, verður spennandi og skemmtilegt. Æfingin stendur yfir í viku, fyrirlestrar og svo sólarhringsæfing þar sem áhöfn verður bjargað úr sökkvandi kafbát. Hversu kúl er ekki það að fá að búa um borð í risastóru herskipi...
Annars er bara afslöppun framundan, er í helgarfríi og fer ekki að vinna fyrr en aðfaranótt þriðjudags. Verð með nema núna næstu 6 vikurnar, strákur sem er að læra svæfingar, ég verð reyndar mikið á næturvöktum þannig að sá sem er handleiðari með mér þarf að sjá um nemann að mestu leyti, ekki það að ég sé sár yfir því, not at all.
Góða helgi
2 comments:
Þetta er svona að kasta ábyrgðinni annað eða hvað?
Kveðja
Maggi
Nú er bara að byrja að telja niður í næstu skemmtun, 12 mars here we come, me and Gígja, hlakka ekkert smá til :o)
kv
Rúna
Post a Comment