Ég er komin heim og það gekk svosem ekki áfallalaust fyrir sig. Ekkert alvarlegt samt, ferðataskan mín ákvað að prófa hvernig það er að verða viðskila við eigandann. Það voru mjög kærir endurfundir í dag þegar við sameinuðumst á ný=) Ég beið heillengi við færibandið á Kastrup, hugsandi týbískt, taskan mín hefur farið fyrst inn í vélina og kemur síðust út (þegar ég var farin að horfa á alla aðra úr sama flugi hverfa). Allt í einu stoppar bandið og svo kom maður og byrjaði að taka burtu þær töskur sem voru eftir á bandinu ehhh segi ég og spyr hvort það séu örugglega allar töskur komnar, Jújú allar töskur komnar, vinsamlegast snúið yður að þjónustuborðinu. Ég þangað og fylli út tilkynningu um að við höfum því miður orðið viðskila ég og taskan. Sá mest eftir að hafa ekki sett myndarammana sem drengirnir mínir gerðu í handfarangurinn. En í dag fékk ég svo samtal frá SAS að taskan væri komin í leitirnar, hvort ég væri heima því þeir ætluðu að keyra töskuna heim. Ég spurði síðan gaurinn sem kom með töskuna hvað hefði orðið um hana en hann vissi það ekki, þeir fá víst ekki að vita slíkt, eru bara ánægðir að finna eigendurna.
Get reyndar mælt með Australia, við erum að tala um ágætismynd með the sexiest man alive!!! Ég fór næstum í hjartastopp yfir ákveðnu sturtuatriði í myndinni og vorkenndi sjálfri mér MJÖG mikið að þurfa sofa ein þá nótt.
Kram
4 comments:
Gott að taskan er komin í leitirnar, verst að hún getur ekki sagt þér ferðasögu sína, gæti hafa farið um víða veröld á tveim sólarhringum. Í flestum tilvikum átta þær sig á því að "heima er best". Það er farið að kólna lítið eitt, hitastigið komið um 0° en veðrið er samt afram gott. Mér skilst að það sé víða kalt í mið-Evrópu um þessar mundir.
Kveðja, Gamli
Er ekki spurning um að setja upptökutæki næst í töskuna, þá má kannski greina hvar í veröldinni takskan er.
Kveðja
Maggi
Ástralía var bara góð, sturtuatriðið fjúff, talandi um að renna til í sætinu, eins gott að við vorum í lúxussal og leðri,auðveldara að þrífa það ;o).
Vona að myndarammarnir hafi sloppið ómeiddir.
kv
Rúna
jepp, myndarammarnir voru heilir, sem betur fer=)
kram
Post a Comment