Sunday, February 22, 2009

Er svo ánægð með lífið og tilveruna. Er komin á fullt í ræktinni, fer orðið 4-5x í viku og ég er svo stútfull af orku að ég hálfpartinn vorkenni fólki í kringum mig. Fékk einmitt að heyra það einn morguninn að ég mætti ekki vera svona hress svona snemma dags, því það fái hina til að líta illa út=) Get ekki sagt að ég hafi tekið það nærri mér, onei ég dansaði í burtu frá þeim, enga neikvæða vibba í morgunsárið. Styttist í að Rúna og Gígja komi í heimsókn, þær ætla að koma í helgarferð pæjurnar, það verður ekkert smá gaman að fá smá heimsókn.
Vitiði hvað mig dauðlangar í.... Saltkjöt og baunir. Ég get alveg gert baunasúpu en vantar saltkjötið. Síðan ég flutti hingað fæ ég alltaf craving í saltkjöt og baunir í kringum sprengidaginn, svo er það svo gott.
Til hamingju með bolludaginn

Sunday, February 15, 2009

Bjó til Sushi á fimmtudaginn og aftur í gær, það var bara gott. Fór í fiskborðið í búðinni og keypti bæði lax og túnfisk. Gerði California rolls, nori maki og laxa nigiri, ef sushi er ekki uppáhaldsmaturinn minn þá veit ég ekki hvað. Hvað finnst ykkur, tókst það ekki bara ágætlega hjá mér?

Ég elska svona veður eins og er núna. Það er snjór, kalt, pínu hált og glampandi sól. Ætla að skella mér út í góðan göngutúr í fína veðrinu, búin að vera inni að vinna alla helgina, kominn tími á smá útiveru og sól.
Hef annars verið að velta einu fyrir mér í vikunni. Ég er með ofnæmi fyrir köttum, ætli ég sé þá með ofnæmi fyrir öllum kattardýrum eins og t.d. ljónum og hlébörðum? Ekki það að ég sé á leiðinni að kaupa mér ljón not at all, mig hefur alltaf dreymt um að fara til afríku og komast í dýraathvarf þar sem ég fæ að klappa, eða halda á hinum ýmsu dýrum m.a. ljónum.
Bið að heilsa í bili

Wednesday, February 11, 2009

Úti er alltaf að snjóa.... ekkert nýtt fyrir ykkur á Íslandi en hér er hellingssnjór. Búið að snjóa í alla nótt og allan morgun=) Vona bara að snjórinn haldist alla vega næstu viku því þá er frí í öllum skólum. Ég get ekki að því gert en ég vorkenni krökkum hérna svolítið að það kemur svo lítill snjór á veturna. Er eitthvað skemmtilegra en að leika sér í snjónum. Búa til snjókarla, kerlingar, hús. renna sér á sleða, skíðum, skautum. Ég hefði allavega ekki viljað missa af því.
Ætla að fara að taka mig til, það er smá fræðslufundur með nemunum núna kl 14 og svo fer ég á aðra fræðslu í vinnunni kl 16:30, nóg að gera í dag.
bið að heilsa