Sunday, February 22, 2009

Er svo ánægð með lífið og tilveruna. Er komin á fullt í ræktinni, fer orðið 4-5x í viku og ég er svo stútfull af orku að ég hálfpartinn vorkenni fólki í kringum mig. Fékk einmitt að heyra það einn morguninn að ég mætti ekki vera svona hress svona snemma dags, því það fái hina til að líta illa út=) Get ekki sagt að ég hafi tekið það nærri mér, onei ég dansaði í burtu frá þeim, enga neikvæða vibba í morgunsárið. Styttist í að Rúna og Gígja komi í heimsókn, þær ætla að koma í helgarferð pæjurnar, það verður ekkert smá gaman að fá smá heimsókn.
Vitiði hvað mig dauðlangar í.... Saltkjöt og baunir. Ég get alveg gert baunasúpu en vantar saltkjötið. Síðan ég flutti hingað fæ ég alltaf craving í saltkjöt og baunir í kringum sprengidaginn, svo er það svo gott.
Til hamingju með bolludaginn

4 comments:

Anonymous said...

Hvað er með þessa baunasúpu, er ekki að skilja þetta.

Kveðja
Maggi

Anonymous said...

Og ég með saltkjötið, fæ reyndar ofnæmisviðbrögð, en dey ekki þó ég fai ekki saltkjöt :o)

Hlakka ógó til að hitta þig :o)

kv
Rúna

Anonymous said...

Þó mér þyki saltkjöt og baunir gamall og góður matur, þá þarf ég ekki endilega á því að halda á sprengidaginn, get borðað það hvenær sem er. Reyndar ætlum við að borða saltkjöt á morgun en ekki baunir í þetta skiptið, stendur þannig á vinnu ólíkra vaktahópa. En hvað svo, hún snýst nú samt, jörðin á ég við.

Gamli

Anonymous said...

mmm saltkjöt og baunir!! vildi að væri til hér prinsessuríki svía !