Sunday, February 15, 2009

Bjó til Sushi á fimmtudaginn og aftur í gær, það var bara gott. Fór í fiskborðið í búðinni og keypti bæði lax og túnfisk. Gerði California rolls, nori maki og laxa nigiri, ef sushi er ekki uppáhaldsmaturinn minn þá veit ég ekki hvað. Hvað finnst ykkur, tókst það ekki bara ágætlega hjá mér?

Ég elska svona veður eins og er núna. Það er snjór, kalt, pínu hált og glampandi sól. Ætla að skella mér út í góðan göngutúr í fína veðrinu, búin að vera inni að vinna alla helgina, kominn tími á smá útiveru og sól.
Hef annars verið að velta einu fyrir mér í vikunni. Ég er með ofnæmi fyrir köttum, ætli ég sé þá með ofnæmi fyrir öllum kattardýrum eins og t.d. ljónum og hlébörðum? Ekki það að ég sé á leiðinni að kaupa mér ljón not at all, mig hefur alltaf dreymt um að fara til afríku og komast í dýraathvarf þar sem ég fæ að klappa, eða halda á hinum ýmsu dýrum m.a. ljónum.
Bið að heilsa í bili

3 comments:

Jessica said...

Jättefina! Nu blev jag väldigt sugen på sushi!

Anonymous said...

1 lagi. Get nú ekki betur séð en þetta sé keypt, lítur allavega þannig út.
2 lagi. Hvernig væri að byrja á næstu ferð áður en þú skipuleggur næstu.

Læt þetta duga í bili.

Kveðja
Maggi

Anonymous said...

Ekkert smá flott hjá þér, get ekki beðið eftir að fá að smakka þegar ég kem í heimsókn ;o)

kv
Rúna