Ótrúlegt stóri strákurinn minn er 7 ára í dag, tíminn líður ekkert smá hratt. Í gær voru liðin 6 ár frá því að ég flutti til Karlskrona.
Ég er að fara í brúðkaup næstu helgi, Caroline ein af bestu vinkonum mínum hérna er að fara að giftast honum Patrik sínum. Að því tilefni keypti ég mér 2 pör af skóm á miðvikudaginn, annað til að nota í brúðkaupinu (það er ekki hægt að mæta berfættur í brúðkaup eða hvað?) hitt parið keypti ég af því að það var 50% afsláttur af öðru parinu ef maður keypti 2 pör, því miður fann ég ekki 3ja parið því þá hefði það verið ókeypis!!! Góðir svona dílar í skóbúðum ekki satt. Bæði pörin eru með hæl og oppna tá, svo sætir, annað parið hvítt með svörtum borða og lítilli slaufu (fyrir brúðkaupið við bleika fína kjólinn minn) og hinir svartir líka ógó sætir og ca 8 cm hæll á báðum:-)
Kram
3 comments:
Takk kærlega fyrir drenginn. Þó svo að hann hafi ekki mátt vera að því að tala við þig í símann áðan, sökum spennu yfir því að Nikulás og Jónsi voru í heimsókn þá er hann þvílíkt ánægður með bókina. Hún var sko lesin áður en hann fór að sofa og hann er mikið að spá í öllum þessum geimflaugum og geimverum (sem eru reyndar bara starwars kallar).
Hermann er líka mjög ánægður, amma fékk að lesa bókina með honum áður en hann fór að sofa og að sjálfsögðu tók hann hana með sér inn í rúm og sofnaði ofan á henni.
Þetta var æðislega vel heppnaður dagur, frábært veður, grillmeistari hússins sá um að borgararnir voru hárrétt steiktir og fótboltakaka í desert.
Magnað að þú skulir búin að vera svona lengi úti, maður man það alltaf á afmælinu hans Halldórs.
Knús og kossar
Rúna og co
Hvað kemur til að þú gast ekki fundið þér eitt aukapar af skóm?
Kveðja
Maggi
Ég skil það ekki heldur...
kram
Doris
Post a Comment