Fór í siglingu um helgina, vinur minn á 40 feta seglbát. Við vorum 6 og sigldum til Karön fyrir utan Ronneby. Ég var pínu sjóveik á leiðinni þangað, frekar mikill öldugangur, á leiðinni heim í gær var svo fullkomið veður til að sigla, ég hafði reyndar tekið sjóveikitöflu og veit ekki hvort ég hefði orðið sjóveik ef ég hefði ekki tekið hana en af hverju að taka sénsinn. Þó svo að þetta hafi verið stutt sigling var engu að síður öldugangur í höfðinu á mér í gær. Ég hlýt að vera hænuhaus þegar það kemur að sjó, ég þarf ekki nema hálftíma á sjónum og er með öldugang í höfðinu í marga klukkutíma á eftir.
Var að klára að borga s-ameríku ferðina í morgun, nú er ekki aftur snúið=) var í sambandi við fyrirtækið í síðustu viku og við erum 35 sem erum búin að skrá okkur í ferðina=)
puss o kram
2 comments:
Þetta á eftir að verða djöfulega ferð, gaman að koma til S- Ameríku.
Kveðja
Maggi
Ekkert að frétta um Galapagos?
kv
Rúna
Post a Comment