Monday, September 28, 2009

Jæja þá er allt á fullu í undirbúningi fyrir ferðalagið, "bara" 47 dagar til stefnu=)
Búin að kaupa extra ferðatryggingu, láta bólusetja mig, panta flug og gistingu í Stokkhólmi daginn fyrir brottför (það var ekkert flug á laugardeginum), kaupa mér gönguskó og regngalla (takk fyrir afmælisgjöfina family), á í rauninni bara eftir að kaupa gjaldeyri.

Helgin var æðisleg, hitti stelpurnar mínar Caroline og Jessica, við byrjuðum í Växjö á föstudaginn og fórum í krabbaveislu/kräftskiva með familjen Englund. Fórum svo í spa í Ronneby og komum svo hingað heim til mín og elduðum saman áður en við skelltum okkur út á lífið.

Við ætlum að vera með ferðadagbók eins og þegar við vorum í Ástralíu, verðum líklega með sama nafn (ég man ekki hvað það var en Jessica kann það) bara svona ef þið viljið fylgjast með ferðinni okkar.

kram

4 comments:

Anonymous said...

47 dagar, ekki var það nú mikið.

Kveðja
Maggi

Anonymous said...

Eins gott að þið komist þá í tölvusamband til að setja inn fréttir af ykkur :o)

kv
Rúna

Anonymous said...

Bara að koma upp þráðlausu neti í bleiku rútunni!

Kveðja
Maggi

Anonymous said...

Alltaf hægt að komast í tölvusamband í borgunum Rúna, no worries. Núna bara 45 dagar, þetta nálgast óðfluga
kram
Anna Dóra