Monday, June 28, 2010

Lífið er ljúft, sumerið virðist loksins vera komið. Búið að vera yndislegt veður sól og blíða (ég veit að sólin skín líka á Íslandi en ég er ekki þar) ég var náttúrulega að vinna um helgina. Synd að eyða svona fínum dögum í vinnunni ekki satt. Frí í dag og sama bongóblíða, sit á svölunum mínum, nýt sólarinniar og skrifa nokkrar línur hérna. Plan dagsins er að hjóla niður í bæ og reyna að kaupa nýtt bikini, mitt gamla er orðið of stórt (alltaf skemmtilegra þegar það fer í þá áttina). Hver veit nema maður skelli sér á ströndina eftir hádegið síðan, reyndar ekki orðið heitt í vatninu bara um 20°C það er í kaldara lagi fyrir mig en er manni nógu heitt er gott að kæla sig aðeins.
kram

2 comments:

Anonymous said...

5 vinnudagar eftir í sumarfrí, verst að maður er á bakvaktinni alla vikuna, getur ekki farið í sund og slappað af í pottunum fyrr en um helgina.

Það er skýjað eins og er á landinu góða, en stefnir vonandi í glampandi sól og steikjandi hita um leið og ég skelli í lás á föstudag :o)

kv
Rúna

Anonymous said...

Þarf því miður að tilkynna ykkur að ég er að byrja að vinna á laugardaginn.

Yfir og út
Maggi