Halló halló
Er núna í syðstu borg Svíþjóðar Trelleborg að vinna mér inn aukapening. Hugsa að ég nái að vinna ca 100 klst á þessum 9 dögum sem ég er hérna. Byrjaði með trompi og tók 2falda vakt, kvöldvakt næturvakt, ekki nema 19 tímar. Var á nv í gær og í nótt. Byrja svo kl 13:30 á morgun. Er jú bara hérna til að vinna svo þetta skiptir engu máli. Verð að vinna fram á síðustu stundu á þriðjudag áður en ég tek lestina heim. Byrja svo að vinna á minni venjulegu vinnu á miðvikudaginn og þá er sumarfríinu mínu lokið þetta sumarið. En mér er engin vorkun, ég verð í fríi í 9 vikur í haust. Fyrst 3 vikur með la familia í Orlando og Íslandi og svo 6 vikur í Peru, eigum við að ræða það eitthvað;)
Heimsótti Gotland í fyrsta skipti síðustu helgi. I fell in love. Ekkert smá fínt og næs. Skoðuðum m.a. Visby og Fårön. Og skelltum okkur að sjálfsögðu út á lífið. Það var Stokkhólmsvika, öll ríkumannabörnin (brats) mæta til Gotlands þessa vikuna og djamma. Tískan á daginn eru gallastuttbuxur sem eru svo stuttar að allri vasar sjást. Svo detta þau í það á kvöldin, kaupa kampavín fyrir 30-40 þús sek og drekka minnst af því, meirihlutinn fer yfir þau þegar þau sprauta því út um allt.
Það eru 3 vikur á hverju sumri sem bratsins taka yfir, vika 28 á tennisvikunni í Båstad, vika 29 á Gotland og svo vika 30 á St. Tropez, ágætt að vita hvaða staði maður á að forðast þegar maður vill ferðast)
kram kram
2 comments:
Gott að vita hvert við eigum að fara ef við viljum hitta hitta þetta stokkhólmsgengi :o)
Gangi þér vel í vinnunni, hlökkum sko ógó mikið að fara til Orlando
kv
Rúna og co
Hahaha rikumannabörnin!! Lysande, ska jag börja kalla dom!
Post a Comment