Tuesday, September 07, 2010

Var í Gautaborg um helgina, hitti 25 aðra glaða pinkare. Ekkert smá gaman að hitta aftur fólk sem var með mér í S-Ameríku ferðinni. Við djömmuðum á föstudag, fórum í Liseberg í 5-kamp á laugardag og svo nema hvað partý um kvöldið í sönnum pink-anda. Enduðum svo helgina með því að fá okkur brunch á Ritz hótelinu. Ég byrjaði reyndar helgina á fimmtudeginum með afterwork. Það er orðið langt síðan ég tók 3ja daga djammhelgi, verð líklega að viðurkenna að ég þó svo að ég sé ung í anda þá er líkaminn ekki jafn ungur. Ég er EKKI 20 ára lengur.

Nýtti helgina einnig til að hitta frændur mína. Einar Valur þessi engill reddaði mér íbúð að sofa í og svo lánaði hann mér kort í sporvagninn, þannig að ég hafði það svo súpergott. Því miður varð það bara stutt spjall yfir kaffibolla áður en ég keyrði heim. Kom þá við hjá Óla og Lindu og fékk súpergóðan kvöldmat, þau eru snillingar í eldhúsinu. Var gjörsamlega það besta sem ég hef borðað síðastliðinn mánuð.

En núna tekur hversdagsleikinn við, er að læra fyrir næsta leiðbeinandanámskeið. Er orðinn leiðbeinandi í endurlífgun í vinnunni og er að fara að bæta við að verða leiðbeinandi í endurlífgun barna. Kenni svo skurðhjúkkunum og sjúkraliðunum í vinnunni, gaman að takast á við eitthvað nýtt.

5 comments:

Anonymous said...

Frábært hvað helgin tókst vel. Alltaf gaman að lenda í góðu matarboði, hvað var annars í pottunum?

Gangi þér vel á leiðbeinendanámskeiðinu :o)

knús
Rúna

Anonymous said...

Allir fyrir einn og Anna fyrir alla

Kveðja
Maggi

Anonymous said...

Allir fyrir einn og Anna fyrir alla

Kveðja
Maggi

Anonymous said...

Veit ekki alveg hvernig ég á að túlka þetta Maggi? Hefur orðrómurinn um að ég sé president in the slutclub borist til þín eða hvað?

Doris

Anonymous said...

Var nú ekki meint þannig. Þú virðist bara vera taka að þér að kenna öllum eitthvað sem mér finnst bara nokkuð gott. Klárar eitt námskeið og ferð á annað.
FRÁBÆRT!!!

Kveðja
Maggi