Tuesday, October 05, 2010

Námskeiðinu lokið og ég náði því með stæl að sjálfsögðu. Bjó á lúxushóteli í Gautaborg. Segi lúxus af því að það var nuddpottur og gufubað á efstu hæðinni sem ég nýtti mér óspart á kvöldin.
Við borðuðum kvöldmat saman eitt kvöldið í maritemum safninu, gamalt hersafn með bátum. Þar fórum við m.a. niður í kafbát og fengum kafbát í fordrykk (maður lætur snafsglas með jägermäster ofan í bjórglas) er ágætisdrykkur!!

Kom við hjá Jessicu á leiðinni heim, við kíktum á uppáhaldsgrínistann okkar Magnus Betnér það kvöldið. Hann á marga góða punkta, einn þeirra þetta kvöldið var að við (white people) eigum endilega að eignast börn með dökku fólki, þó ekki nema væri fyrir varanlegu sólarvörnina sem börnin okkar myndu fá...... brilljant.

Eyddi kvöldinu með Caroline, við skelltum okkur saman í ræktina og svo kom hún hingað og ég bauð uppá fullorðinspasta og smá eftirrétt, kladdkaka og jarðaber mmmmmmm

2 vikur í sumarfrí

kram kram

3 comments:

Anonymous said...

Kladdakaka, hvað er nú það?

Kveðja
Maggi

Anonymous said...

Kladdkaka er það besta sem er til, yndislega blaut súkkulaðikaka

Doris

Anonymous said...

Hlakka svo til frísins okkars, kalla það nú reyndar vetrarfrí en ekki sumarfrí :o)

kv
Rúna